Ég og stjórnmálin Ína Owen Valsdóttir skrifar 29. september 2016 07:00 Ég hef haft áhuga á stjórnmálum í mörg ár eða síðan að ég var formaður hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Ég hef áhuga á að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Í 29. grein í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í stjórn-málum og opinberu lífi. Fólk með þroskahömlun hefur hingað til ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum og mér vitandi hefur manneskja með þroskahömlun aldrei setið á þingi. Við þurfum því að berjast fyrir því. Við þurfum að geta haft áhrif á málefni fatlaðs fólks á þingi. Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir uppi á vegg. Það þarf því að laga margt. Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tækifæri til að fara í starfsþjálfun á Alþingi. Og talandi um Alþingishúsið þá þarf að laga margt þar. Fólk sem notar hjólastól á til dæmis erfitt með að komast þar um. Ég fór í heimsókn með sendiherrunum í þinghúsið í Berlín. Þar var aðgengið mjög gott. Þar var ræðupúltið til dæmis þannig að allir geta notað það, líka fólk sem notar hjólastól. Þar voru líka brautir og lyftur. Alþingi Íslendinga mætti taka sér þetta til fyrirmyndar. Í 29. grein Samningsins kemur fram að allar upplýsingar í sambandi við kosningar eigi að vera á auðskildu máli. Kjörseðlar og kosningablöð þurfa til dæmis að vera þannig að allir skilji þau. Það er því mikilvægt að nota ekki erfið orð. Það tók mig til dæmis mjög langan tíma að skilja hvað orðið hvívetna þýðir. Við sem erum með þroskahömlun eigum að fá upplýsingar á auðlesnu máli. Stjórnmálamenn mega líka hafa það hugfast að tala skýrara mál en þeir oft gera. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn mega því fara að bæta sig í að koma frá sér efni, bæði í rituðu og töluðu máli þannig að allir skilji. Fólk sem þarf aðstoð til að kjósa á að fá að velja sér aðstoðarmann til að fara með inn á kjörklefana. Það á ekki að vera í boði að þurfa að fá aðstoð frá starfsmanni á kjörstað sem ekki einu sinni þekkir manneskjuna sem verið er að aðstoða. Það er framfaraskref að nú sé loksins búið að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú hvet ég Alþingi til góðra verka í aðdraganda kosninga og minni sérstaklega á 29. greinina og mikilvægi þess að fara eftir henni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef haft áhuga á stjórnmálum í mörg ár eða síðan að ég var formaður hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Ég hef áhuga á að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Í 29. grein í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í stjórn-málum og opinberu lífi. Fólk með þroskahömlun hefur hingað til ekki tekið mikinn þátt í stjórnmálum og mér vitandi hefur manneskja með þroskahömlun aldrei setið á þingi. Við þurfum því að berjast fyrir því. Við þurfum að geta haft áhrif á málefni fatlaðs fólks á þingi. Fatlað fólk og eldri borgarar fá of oft að finna fyrir niðurskurði og því þarf að breyta. Það þarf að hafa í huga að við erum líka manneskjur, við erum ekki annars flokks kjötvara sem hangir uppi á vegg. Það þarf því að laga margt. Svo má huga að því að hlusta á það sem við höfum að segja um okkar líf. Það væri áhugavert ef manneskja með þroskahömlun fengi tækifæri til að fara í starfsþjálfun á Alþingi. Og talandi um Alþingishúsið þá þarf að laga margt þar. Fólk sem notar hjólastól á til dæmis erfitt með að komast þar um. Ég fór í heimsókn með sendiherrunum í þinghúsið í Berlín. Þar var aðgengið mjög gott. Þar var ræðupúltið til dæmis þannig að allir geta notað það, líka fólk sem notar hjólastól. Þar voru líka brautir og lyftur. Alþingi Íslendinga mætti taka sér þetta til fyrirmyndar. Í 29. grein Samningsins kemur fram að allar upplýsingar í sambandi við kosningar eigi að vera á auðskildu máli. Kjörseðlar og kosningablöð þurfa til dæmis að vera þannig að allir skilji þau. Það er því mikilvægt að nota ekki erfið orð. Það tók mig til dæmis mjög langan tíma að skilja hvað orðið hvívetna þýðir. Við sem erum með þroskahömlun eigum að fá upplýsingar á auðlesnu máli. Stjórnmálamenn mega líka hafa það hugfast að tala skýrara mál en þeir oft gera. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn mega því fara að bæta sig í að koma frá sér efni, bæði í rituðu og töluðu máli þannig að allir skilji. Fólk sem þarf aðstoð til að kjósa á að fá að velja sér aðstoðarmann til að fara með inn á kjörklefana. Það á ekki að vera í boði að þurfa að fá aðstoð frá starfsmanni á kjörstað sem ekki einu sinni þekkir manneskjuna sem verið er að aðstoða. Það er framfaraskref að nú sé loksins búið að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Nú hvet ég Alþingi til góðra verka í aðdraganda kosninga og minni sérstaklega á 29. greinina og mikilvægi þess að fara eftir henni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar