Eflum tengslin Michael Nevin skrifar 29. september 2016 07:00 Í því flóði frétta frá Bretlandi sem fylla fjölmiðlana má vera að það hafi farið framhjá ykkur að nýr sendiherra Bretlands er tekinn við á Íslandi. Sá maður er ég, sem kem í stað Stuarts Gill. Það var mér heiður að fá að afhenda forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, trúnaðarbréf mitt þann 20. september. En hvers vegna er ég hér? Fyrir því eru bæði persónulegar og embættistengdar ástæður. Ég ólst upp á Norður-Írlandi, sem deilir með Íslandi sögu eyþjóðartilveru og efnahags sem byggst hefur á landbúnaði (þótt efnahagslífið sé nú á dögum byggt á öllu fleiri stoðum). Allir þekkja hin sterku keltnesku víkingaaldartengsl milli Írlands og Íslands. Og veðurfarið er svipað! Það vill meira að segja svo til að N-Írland og Ísland deila svipaðri farsæld á fótboltasviðinu. Bæði Norður-Írar og Íslendingar voru hamingjan uppmáluð yfir því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla í sumar (af diplómatískum ástæðum sleppi ég því að nefna hvernig fór fyrir landsliði annars lands sem ég er fulltrúi fyrir, Englands?…). Í síðasta starfi mínu sem sendiherra í Malaví hafði ég líka íslenskar tengingar, þar sem bæði Bretland og Ísland veita Malavíbúum mikilvæga þróunaraðstoð. Þannig að það er nánast eins og forlögin hafi ætlað mér að koma til Íslands. Við hjónin áttum þess kost að kynnast töfrum þessa fallega lands lítillega þegar við heimsóttum vinafólk í Reykjavík árið 2006. Sú gæfa að fá að þjóna hér sem sendiherra mun gera okkur báðum kleift að breikka og dýpka til muna tengsl okkar við landið.Fjölþætt erindi Hvað varðar embættiserindi mitt hingað þá er það fjölþætt: Að byggja upp enn sterkari, dýpri og víðtækari tengsl milli Bretlands og Íslands. Þegar embættistíð minni hér lýkur vil ég geta bent á aukningu í viðskiptum og gagnkvæmri fjárfestingu; eflt samstarf um það helsta sem er á dagskrá heimsmálanna: loftslagsbreytingar, hagvöxt og þróun, fólksflutninga, öryggi, heilbrigðismál; fleiri ferðamenn og námsmenn á báða bóga; og að almenningur á Íslandi skynji betur nærveru Bretlands og áhrif þess á Íslandi og á heimsvísu. Ég tel mig hafa komið á réttum tíma. Gagnkvæmur áhugi þjóðanna hvorrar á annarri hefur sennilega aldrei verið meiri. Ásamt úrvalsdeildinni (sjálfur styð ég Manchester United) sýna Íslendingar mikinn áhuga á þróuninni sem úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur í för með sér, líka hér á Íslandi. Einfalda svar mitt við þessu síðastnefnda er að það býður upp á tækifæri fyrir bæði lönd. Að Bretland segi sig úr ESB þýðir ekki að Bretar yfirgefi Evrópu og bandamenn sína eins og Ísland. Við erum satt að segja enn staðráðnari en áður í að láta að okkur kveða á alþjóðavettvangi: framsækið ríki sem er opið fyrir viðskiptum, beitir sér fyrir umgjörð alþjóðaviðskipta sem skilar öllum ávinningi, í gegnsærra alþjóðakerfi byggðu á sanngjörnu regluverki. Við munum eftir sem áður vera í forystuhlutverki við að takast á við helstu áskoranir samtímans, eins og ég taldi upp hér að framan. Bretland er ekki að draga sig í hlé frá Evrópu og umheiminum, heldur þvert á móti. Bretland verður virkara á alþjóðavettvangi. Ekki einangrunarsinnað heldur samstarfsfúst. Það eru ekki hagsmunir Bretlands að setja heftandi reglur um viðskipti eða gera aðrar breytingar sem hafa hugsanleg neikvæð áhrif á efnahagslega farsæld landa okkar. Né heldur að draga sig út úr öryggis- og alþjóðasamstarfi. Bretland vill því ekki minna af Íslandi. Bretar vilja meira af því. Ég vonast eftir stuðningi ykkar við þá viðleitni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í því flóði frétta frá Bretlandi sem fylla fjölmiðlana má vera að það hafi farið framhjá ykkur að nýr sendiherra Bretlands er tekinn við á Íslandi. Sá maður er ég, sem kem í stað Stuarts Gill. Það var mér heiður að fá að afhenda forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, trúnaðarbréf mitt þann 20. september. En hvers vegna er ég hér? Fyrir því eru bæði persónulegar og embættistengdar ástæður. Ég ólst upp á Norður-Írlandi, sem deilir með Íslandi sögu eyþjóðartilveru og efnahags sem byggst hefur á landbúnaði (þótt efnahagslífið sé nú á dögum byggt á öllu fleiri stoðum). Allir þekkja hin sterku keltnesku víkingaaldartengsl milli Írlands og Íslands. Og veðurfarið er svipað! Það vill meira að segja svo til að N-Írland og Ísland deila svipaðri farsæld á fótboltasviðinu. Bæði Norður-Írar og Íslendingar voru hamingjan uppmáluð yfir því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla í sumar (af diplómatískum ástæðum sleppi ég því að nefna hvernig fór fyrir landsliði annars lands sem ég er fulltrúi fyrir, Englands?…). Í síðasta starfi mínu sem sendiherra í Malaví hafði ég líka íslenskar tengingar, þar sem bæði Bretland og Ísland veita Malavíbúum mikilvæga þróunaraðstoð. Þannig að það er nánast eins og forlögin hafi ætlað mér að koma til Íslands. Við hjónin áttum þess kost að kynnast töfrum þessa fallega lands lítillega þegar við heimsóttum vinafólk í Reykjavík árið 2006. Sú gæfa að fá að þjóna hér sem sendiherra mun gera okkur báðum kleift að breikka og dýpka til muna tengsl okkar við landið.Fjölþætt erindi Hvað varðar embættiserindi mitt hingað þá er það fjölþætt: Að byggja upp enn sterkari, dýpri og víðtækari tengsl milli Bretlands og Íslands. Þegar embættistíð minni hér lýkur vil ég geta bent á aukningu í viðskiptum og gagnkvæmri fjárfestingu; eflt samstarf um það helsta sem er á dagskrá heimsmálanna: loftslagsbreytingar, hagvöxt og þróun, fólksflutninga, öryggi, heilbrigðismál; fleiri ferðamenn og námsmenn á báða bóga; og að almenningur á Íslandi skynji betur nærveru Bretlands og áhrif þess á Íslandi og á heimsvísu. Ég tel mig hafa komið á réttum tíma. Gagnkvæmur áhugi þjóðanna hvorrar á annarri hefur sennilega aldrei verið meiri. Ásamt úrvalsdeildinni (sjálfur styð ég Manchester United) sýna Íslendingar mikinn áhuga á þróuninni sem úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur í för með sér, líka hér á Íslandi. Einfalda svar mitt við þessu síðastnefnda er að það býður upp á tækifæri fyrir bæði lönd. Að Bretland segi sig úr ESB þýðir ekki að Bretar yfirgefi Evrópu og bandamenn sína eins og Ísland. Við erum satt að segja enn staðráðnari en áður í að láta að okkur kveða á alþjóðavettvangi: framsækið ríki sem er opið fyrir viðskiptum, beitir sér fyrir umgjörð alþjóðaviðskipta sem skilar öllum ávinningi, í gegnsærra alþjóðakerfi byggðu á sanngjörnu regluverki. Við munum eftir sem áður vera í forystuhlutverki við að takast á við helstu áskoranir samtímans, eins og ég taldi upp hér að framan. Bretland er ekki að draga sig í hlé frá Evrópu og umheiminum, heldur þvert á móti. Bretland verður virkara á alþjóðavettvangi. Ekki einangrunarsinnað heldur samstarfsfúst. Það eru ekki hagsmunir Bretlands að setja heftandi reglur um viðskipti eða gera aðrar breytingar sem hafa hugsanleg neikvæð áhrif á efnahagslega farsæld landa okkar. Né heldur að draga sig út úr öryggis- og alþjóðasamstarfi. Bretland vill því ekki minna af Íslandi. Bretar vilja meira af því. Ég vonast eftir stuðningi ykkar við þá viðleitni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun