Tryggjum eðlilega fjármögnun heilsugæslunnar Óskar Reykdalsson skrifar 29. september 2016 07:00 Eins og öllum er ljóst á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Til þess að svo megi verða þarf heilsugæslan að fá möguleika á að sinna því hlutverki. Á undanförnum misserum hafa starfsmenn ráðuneytis heilbrigðismála og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við starfsmenn í heilsugæslunni unnið að því að taka í notkun reiknimódel sem tryggja á réttláta skiptingu þess fjármagns sem fer í málefnið. Svo virðist sem það gangi nokkuð vel þó að enn sé eftir að ljúka verkinu þannig að fullkomið réttlæti náist. Bjartsýni er um að með þessum hætti muni þjónusta heilsugæslustöðva verða jafnari eftir svæðum. Vonandi tekst að styrkja framþróun, gæðastarf og samstarf milli heilsugæslustöðva og ekki síður samstarf þessara aðila við Landspítalann. Við notkun á reiknilíkani og kröfulýsingu í rekstrinum er stuðst við sænska fyrirmynd sem er staðfærð að okkar kerfi. Laun starfsmanna eru nokkuð sambærileg milli landanna og er þó einhver munur þar milli stétta en t.d. eru laun lækna nokkuð svipuð. Þrátt fyrir það er áætlað hérlendis mun minna fjármagn til heilsugæslunnar en reiknilíkanið (í Svíþjóð) gerir ráð fyrir og munar líklegast um 30%. Þó svo að nú 2016 hafi fjármagnið verið aukið þá vantar mikið upp á til að ná draumastöðunni, þ.e. þeirri upphæð sem Svíar leggja í heilsugæslu sína. Árið 2008 var fjármagnið sem við leggjum heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu til 9% hærra en nú (framreiknað) þó svo að íbúum hafi fjölgað um 17 þúsund manns. Það má því velta fyrir sér hvort það komi ekki niður á heilsugæslunni og þeirri þjónustu sem hún veitir.Rétt fjármagn Nú eru spennandi tímar og búið er að semja við einkaaðila um rekstur tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Við sem störfum við heilbrigðisþjónustuna bíðum eftir að sjá viðbótarfjárveitingu vegna þessara stöðva þannig að um raunverulega viðbót sé að ræða. Reikna má með að rekstur á einni heilsugæslustöð í dag sé 200-400 milljónir króna og með þessum tveimur nýju stöðvum hlýtur því að koma aukið fjármagn sem þarf til viðbótar, hér er jú um að ræða tvær heilsugæslustöðvar. Það væri einsdæmi að hefja rekstur tveggja heilsugæslustöðva án þess að leggja þeim til rekstrarfé og því hljótum við að treysta því að svo verði. Það er væntanlega forsenda þess að þetta sé styrking fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ekki bara halda í horfinu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Landspítalinn geti frekar sinnt sínum sjúklingum og heilsugæslan sínum. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður í heilsugæslunni og með nýju greiðslumódeli verður dreifing fjármagns réttlátari og með því að hafa það fjármagn rétt mun heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu batna til muna og þannig heilbrigðisþjónustan í heild. Samstarf heilsugæslu og Landspítala hefur aukist, gæði þjónustunnar eru betri með auknum fjölda starfsmanna og mikilvægt að þeirri þróun verði haldið áfram okkur öllum til hagsbóta. Stöndum vörð um heilsugæsluna, tryggjum henni eðlilega fjárveitingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eins og öllum er ljóst á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Til þess að svo megi verða þarf heilsugæslan að fá möguleika á að sinna því hlutverki. Á undanförnum misserum hafa starfsmenn ráðuneytis heilbrigðismála og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við starfsmenn í heilsugæslunni unnið að því að taka í notkun reiknimódel sem tryggja á réttláta skiptingu þess fjármagns sem fer í málefnið. Svo virðist sem það gangi nokkuð vel þó að enn sé eftir að ljúka verkinu þannig að fullkomið réttlæti náist. Bjartsýni er um að með þessum hætti muni þjónusta heilsugæslustöðva verða jafnari eftir svæðum. Vonandi tekst að styrkja framþróun, gæðastarf og samstarf milli heilsugæslustöðva og ekki síður samstarf þessara aðila við Landspítalann. Við notkun á reiknilíkani og kröfulýsingu í rekstrinum er stuðst við sænska fyrirmynd sem er staðfærð að okkar kerfi. Laun starfsmanna eru nokkuð sambærileg milli landanna og er þó einhver munur þar milli stétta en t.d. eru laun lækna nokkuð svipuð. Þrátt fyrir það er áætlað hérlendis mun minna fjármagn til heilsugæslunnar en reiknilíkanið (í Svíþjóð) gerir ráð fyrir og munar líklegast um 30%. Þó svo að nú 2016 hafi fjármagnið verið aukið þá vantar mikið upp á til að ná draumastöðunni, þ.e. þeirri upphæð sem Svíar leggja í heilsugæslu sína. Árið 2008 var fjármagnið sem við leggjum heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu til 9% hærra en nú (framreiknað) þó svo að íbúum hafi fjölgað um 17 þúsund manns. Það má því velta fyrir sér hvort það komi ekki niður á heilsugæslunni og þeirri þjónustu sem hún veitir.Rétt fjármagn Nú eru spennandi tímar og búið er að semja við einkaaðila um rekstur tveggja nýrra heilsugæslustöðva. Við sem störfum við heilbrigðisþjónustuna bíðum eftir að sjá viðbótarfjárveitingu vegna þessara stöðva þannig að um raunverulega viðbót sé að ræða. Reikna má með að rekstur á einni heilsugæslustöð í dag sé 200-400 milljónir króna og með þessum tveimur nýju stöðvum hlýtur því að koma aukið fjármagn sem þarf til viðbótar, hér er jú um að ræða tvær heilsugæslustöðvar. Það væri einsdæmi að hefja rekstur tveggja heilsugæslustöðva án þess að leggja þeim til rekstrarfé og því hljótum við að treysta því að svo verði. Það er væntanlega forsenda þess að þetta sé styrking fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum ekki bara halda í horfinu, við verðum að styrkja þessa grunnþjónustu þannig að Landspítalinn geti frekar sinnt sínum sjúklingum og heilsugæslan sínum. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður í heilsugæslunni og með nýju greiðslumódeli verður dreifing fjármagns réttlátari og með því að hafa það fjármagn rétt mun heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu batna til muna og þannig heilbrigðisþjónustan í heild. Samstarf heilsugæslu og Landspítala hefur aukist, gæði þjónustunnar eru betri með auknum fjölda starfsmanna og mikilvægt að þeirri þróun verði haldið áfram okkur öllum til hagsbóta. Stöndum vörð um heilsugæsluna, tryggjum henni eðlilega fjárveitingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar