Kennslukonan og kjarabaráttan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 28. september 2016 15:43 Um daginn stóð ég uppi á borði, íklædd kjól, að reyna að koma skjávarpanum í kennslustofunni minni í lag. Á meðan ég dundaði við þetta grínaðist ég með það hvort þetta væri nú ekki lýsandi fyrir fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar (ekki við sjálfa mig heldur foreldrana sem voru mættir á fund og fylgdust með mér). Það var hlegið, skjávarpinn hrökk í gang og ég gat haldið kynningarfund. Ég var samt ekki að segja neinn brandara. Þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjóra um að X mikið af peningum hafi verið sett í skólakerfið á undanförnum árum verða kennarar lítið sem ekkert varir við það. Það að eitthvað hafi mögulega skánað þýðir ekki að það sé komið í lag. Að tengja það saman að ekki sé hægt að halda uppi ákveðnu þjónustustigi vegna kjarasamninga grunn- og leikskólakennara er hrein móðgun! Í alvöru talað! Get ég ekki fengið launahækkun nema þjónustan við barnið mitt verði skert? Í hvers konar veruleika á ég að fá samviskubit yfir því að vilja sanngjörn laun fyrir vinnuna mína? Krafan í stéttinni núna er 5 ára háskólanám til að fá réttindi sem grunnskólakennari, meistarapróf er skilyrði og það á einfaldlega að borga almennilega fyrir það, punktur. Fyrir þremur árum skrifaði ég opið bréf til borgarfulltrúa í Reykjavík og bauð þeim að koma í heimsókn til mín í kennslustofuna. Reyndar bætti ég um betur og bauð þeim að skipta við mig í eins og viku eða svo, aðeins að leyfa þeim að prófa kennslustofuna (og mér að prófa ráðhúsið). Það er skemmst frá því að segja að enn hefur ekki neinn borgarfulltrúi heimsótt kennslustofuna mína (eða kaffistofuna í skólanum) eða reynt sig við kennsluna. Það er greinilega mun auðveldara að tala um hlutina en að finna þá á eigin skinni. Svo ég leyfi mér að sletta: „If you can´t walk the walk, don´t talk the talk!“ Ekki segja mér að þið vitið af álagi á kennurum, að það þurfi að bæta hitt og þetta og alls konar. Ég veit þetta allt saman og það þarf ekki að segja mér frá því, það þarf ekki að segja neinum kennara frá því. Það sem þarf er að gera eitthvað í því! Hvernig væri að kjörnir fulltrúar myndu leggja það á sig að koma skipulega í heimsóknir í skólana? Þá er ég ekki að tala um tyllidagaheimsóknir með ræðuhöldum og myndatökum heldur alvörunni heimsóknir þar sem talað við kennara og staðan á gólfinu skoðuð! Ég veit að skólakerfið er ekki það eina í borginni sem þarf að reka en ég veit líka að það er hlutfallslega mjög stór hluti og það mætti því væntanlega eyða hlutfallslega góðum tíma borgarfulltrúa í að tala við fólkið sem heldur því uppi! Það er líka ekkert sem bannar sveitarfélögunum að semja hvert við sína kennara og þannig skapa sína eigin stefnu í skólamálum. Að verða sveitarfélagið sem er eftirsóttur vinnustaður fyrir að leggja metnað í að vera í fremstu röð á landinu. Þá er ég ekki að vísa í einhver meðaltöl úr samræmdu prófunum heldur að þörfum nemenda sé sinnt á viðunandi hátt og kennurum búnar aðstæður til að geta mætt þessum þörfum. Það er því miður ekki staðan í dag og ég leyfi mér hér með að skora á minn vinnuveitanda, stærsta sveitarfélag landsins, að fara á undan með góðu fordæmi og sýna í verki að Reykjavík vill raunverulega eiga og viðhalda góðu skólastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Um daginn stóð ég uppi á borði, íklædd kjól, að reyna að koma skjávarpanum í kennslustofunni minni í lag. Á meðan ég dundaði við þetta grínaðist ég með það hvort þetta væri nú ekki lýsandi fyrir fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar (ekki við sjálfa mig heldur foreldrana sem voru mættir á fund og fylgdust með mér). Það var hlegið, skjávarpinn hrökk í gang og ég gat haldið kynningarfund. Ég var samt ekki að segja neinn brandara. Þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjóra um að X mikið af peningum hafi verið sett í skólakerfið á undanförnum árum verða kennarar lítið sem ekkert varir við það. Það að eitthvað hafi mögulega skánað þýðir ekki að það sé komið í lag. Að tengja það saman að ekki sé hægt að halda uppi ákveðnu þjónustustigi vegna kjarasamninga grunn- og leikskólakennara er hrein móðgun! Í alvöru talað! Get ég ekki fengið launahækkun nema þjónustan við barnið mitt verði skert? Í hvers konar veruleika á ég að fá samviskubit yfir því að vilja sanngjörn laun fyrir vinnuna mína? Krafan í stéttinni núna er 5 ára háskólanám til að fá réttindi sem grunnskólakennari, meistarapróf er skilyrði og það á einfaldlega að borga almennilega fyrir það, punktur. Fyrir þremur árum skrifaði ég opið bréf til borgarfulltrúa í Reykjavík og bauð þeim að koma í heimsókn til mín í kennslustofuna. Reyndar bætti ég um betur og bauð þeim að skipta við mig í eins og viku eða svo, aðeins að leyfa þeim að prófa kennslustofuna (og mér að prófa ráðhúsið). Það er skemmst frá því að segja að enn hefur ekki neinn borgarfulltrúi heimsótt kennslustofuna mína (eða kaffistofuna í skólanum) eða reynt sig við kennsluna. Það er greinilega mun auðveldara að tala um hlutina en að finna þá á eigin skinni. Svo ég leyfi mér að sletta: „If you can´t walk the walk, don´t talk the talk!“ Ekki segja mér að þið vitið af álagi á kennurum, að það þurfi að bæta hitt og þetta og alls konar. Ég veit þetta allt saman og það þarf ekki að segja mér frá því, það þarf ekki að segja neinum kennara frá því. Það sem þarf er að gera eitthvað í því! Hvernig væri að kjörnir fulltrúar myndu leggja það á sig að koma skipulega í heimsóknir í skólana? Þá er ég ekki að tala um tyllidagaheimsóknir með ræðuhöldum og myndatökum heldur alvörunni heimsóknir þar sem talað við kennara og staðan á gólfinu skoðuð! Ég veit að skólakerfið er ekki það eina í borginni sem þarf að reka en ég veit líka að það er hlutfallslega mjög stór hluti og það mætti því væntanlega eyða hlutfallslega góðum tíma borgarfulltrúa í að tala við fólkið sem heldur því uppi! Það er líka ekkert sem bannar sveitarfélögunum að semja hvert við sína kennara og þannig skapa sína eigin stefnu í skólamálum. Að verða sveitarfélagið sem er eftirsóttur vinnustaður fyrir að leggja metnað í að vera í fremstu röð á landinu. Þá er ég ekki að vísa í einhver meðaltöl úr samræmdu prófunum heldur að þörfum nemenda sé sinnt á viðunandi hátt og kennurum búnar aðstæður til að geta mætt þessum þörfum. Það er því miður ekki staðan í dag og ég leyfi mér hér með að skora á minn vinnuveitanda, stærsta sveitarfélag landsins, að fara á undan með góðu fordæmi og sýna í verki að Reykjavík vill raunverulega eiga og viðhalda góðu skólastarfi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun