Kennslukonan og kjarabaráttan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 28. september 2016 15:43 Um daginn stóð ég uppi á borði, íklædd kjól, að reyna að koma skjávarpanum í kennslustofunni minni í lag. Á meðan ég dundaði við þetta grínaðist ég með það hvort þetta væri nú ekki lýsandi fyrir fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar (ekki við sjálfa mig heldur foreldrana sem voru mættir á fund og fylgdust með mér). Það var hlegið, skjávarpinn hrökk í gang og ég gat haldið kynningarfund. Ég var samt ekki að segja neinn brandara. Þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjóra um að X mikið af peningum hafi verið sett í skólakerfið á undanförnum árum verða kennarar lítið sem ekkert varir við það. Það að eitthvað hafi mögulega skánað þýðir ekki að það sé komið í lag. Að tengja það saman að ekki sé hægt að halda uppi ákveðnu þjónustustigi vegna kjarasamninga grunn- og leikskólakennara er hrein móðgun! Í alvöru talað! Get ég ekki fengið launahækkun nema þjónustan við barnið mitt verði skert? Í hvers konar veruleika á ég að fá samviskubit yfir því að vilja sanngjörn laun fyrir vinnuna mína? Krafan í stéttinni núna er 5 ára háskólanám til að fá réttindi sem grunnskólakennari, meistarapróf er skilyrði og það á einfaldlega að borga almennilega fyrir það, punktur. Fyrir þremur árum skrifaði ég opið bréf til borgarfulltrúa í Reykjavík og bauð þeim að koma í heimsókn til mín í kennslustofuna. Reyndar bætti ég um betur og bauð þeim að skipta við mig í eins og viku eða svo, aðeins að leyfa þeim að prófa kennslustofuna (og mér að prófa ráðhúsið). Það er skemmst frá því að segja að enn hefur ekki neinn borgarfulltrúi heimsótt kennslustofuna mína (eða kaffistofuna í skólanum) eða reynt sig við kennsluna. Það er greinilega mun auðveldara að tala um hlutina en að finna þá á eigin skinni. Svo ég leyfi mér að sletta: „If you can´t walk the walk, don´t talk the talk!“ Ekki segja mér að þið vitið af álagi á kennurum, að það þurfi að bæta hitt og þetta og alls konar. Ég veit þetta allt saman og það þarf ekki að segja mér frá því, það þarf ekki að segja neinum kennara frá því. Það sem þarf er að gera eitthvað í því! Hvernig væri að kjörnir fulltrúar myndu leggja það á sig að koma skipulega í heimsóknir í skólana? Þá er ég ekki að tala um tyllidagaheimsóknir með ræðuhöldum og myndatökum heldur alvörunni heimsóknir þar sem talað við kennara og staðan á gólfinu skoðuð! Ég veit að skólakerfið er ekki það eina í borginni sem þarf að reka en ég veit líka að það er hlutfallslega mjög stór hluti og það mætti því væntanlega eyða hlutfallslega góðum tíma borgarfulltrúa í að tala við fólkið sem heldur því uppi! Það er líka ekkert sem bannar sveitarfélögunum að semja hvert við sína kennara og þannig skapa sína eigin stefnu í skólamálum. Að verða sveitarfélagið sem er eftirsóttur vinnustaður fyrir að leggja metnað í að vera í fremstu röð á landinu. Þá er ég ekki að vísa í einhver meðaltöl úr samræmdu prófunum heldur að þörfum nemenda sé sinnt á viðunandi hátt og kennurum búnar aðstæður til að geta mætt þessum þörfum. Það er því miður ekki staðan í dag og ég leyfi mér hér með að skora á minn vinnuveitanda, stærsta sveitarfélag landsins, að fara á undan með góðu fordæmi og sýna í verki að Reykjavík vill raunverulega eiga og viðhalda góðu skólastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Um daginn stóð ég uppi á borði, íklædd kjól, að reyna að koma skjávarpanum í kennslustofunni minni í lag. Á meðan ég dundaði við þetta grínaðist ég með það hvort þetta væri nú ekki lýsandi fyrir fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar (ekki við sjálfa mig heldur foreldrana sem voru mættir á fund og fylgdust með mér). Það var hlegið, skjávarpinn hrökk í gang og ég gat haldið kynningarfund. Ég var samt ekki að segja neinn brandara. Þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjóra um að X mikið af peningum hafi verið sett í skólakerfið á undanförnum árum verða kennarar lítið sem ekkert varir við það. Það að eitthvað hafi mögulega skánað þýðir ekki að það sé komið í lag. Að tengja það saman að ekki sé hægt að halda uppi ákveðnu þjónustustigi vegna kjarasamninga grunn- og leikskólakennara er hrein móðgun! Í alvöru talað! Get ég ekki fengið launahækkun nema þjónustan við barnið mitt verði skert? Í hvers konar veruleika á ég að fá samviskubit yfir því að vilja sanngjörn laun fyrir vinnuna mína? Krafan í stéttinni núna er 5 ára háskólanám til að fá réttindi sem grunnskólakennari, meistarapróf er skilyrði og það á einfaldlega að borga almennilega fyrir það, punktur. Fyrir þremur árum skrifaði ég opið bréf til borgarfulltrúa í Reykjavík og bauð þeim að koma í heimsókn til mín í kennslustofuna. Reyndar bætti ég um betur og bauð þeim að skipta við mig í eins og viku eða svo, aðeins að leyfa þeim að prófa kennslustofuna (og mér að prófa ráðhúsið). Það er skemmst frá því að segja að enn hefur ekki neinn borgarfulltrúi heimsótt kennslustofuna mína (eða kaffistofuna í skólanum) eða reynt sig við kennsluna. Það er greinilega mun auðveldara að tala um hlutina en að finna þá á eigin skinni. Svo ég leyfi mér að sletta: „If you can´t walk the walk, don´t talk the talk!“ Ekki segja mér að þið vitið af álagi á kennurum, að það þurfi að bæta hitt og þetta og alls konar. Ég veit þetta allt saman og það þarf ekki að segja mér frá því, það þarf ekki að segja neinum kennara frá því. Það sem þarf er að gera eitthvað í því! Hvernig væri að kjörnir fulltrúar myndu leggja það á sig að koma skipulega í heimsóknir í skólana? Þá er ég ekki að tala um tyllidagaheimsóknir með ræðuhöldum og myndatökum heldur alvörunni heimsóknir þar sem talað við kennara og staðan á gólfinu skoðuð! Ég veit að skólakerfið er ekki það eina í borginni sem þarf að reka en ég veit líka að það er hlutfallslega mjög stór hluti og það mætti því væntanlega eyða hlutfallslega góðum tíma borgarfulltrúa í að tala við fólkið sem heldur því uppi! Það er líka ekkert sem bannar sveitarfélögunum að semja hvert við sína kennara og þannig skapa sína eigin stefnu í skólamálum. Að verða sveitarfélagið sem er eftirsóttur vinnustaður fyrir að leggja metnað í að vera í fremstu röð á landinu. Þá er ég ekki að vísa í einhver meðaltöl úr samræmdu prófunum heldur að þörfum nemenda sé sinnt á viðunandi hátt og kennurum búnar aðstæður til að geta mætt þessum þörfum. Það er því miður ekki staðan í dag og ég leyfi mér hér með að skora á minn vinnuveitanda, stærsta sveitarfélag landsins, að fara á undan með góðu fordæmi og sýna í verki að Reykjavík vill raunverulega eiga og viðhalda góðu skólastarfi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar