Magnaður fundur Gráa hersins Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. september 2016 12:48 Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar