Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðum Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 14:49 Jón Bjarki Bentsson er sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira