Sport

Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Margeir kemur upp úr lauginni í Ríó í gærkvöldi.
Jón Margeir kemur upp úr lauginni í Ríó í gærkvöldi. mynd/íf
Viðtal RÚV við Ólympíukappann Jón Margeir Sverrisson eftir 200 metra skriðsundið á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli en Vísir fjallaði um það fyrr í morgun.

Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í sínum fötlunarflokki en hann varð Ólympíumeistari í sömu grein fyrir fjórum árum síðan. Viðtalið eftir sundið var eins einlægt og þau gerast en þar beygði Jón Margeir af og sagði með tárin í augunum:

„Fjórða sætið er allt í lagi. Auðvitað vildi ég fara á pall, en ég er sáttur. Ég er smá sorgmæddur því ég vildi vinna gull fyrir ástina mína, Stefaníu. En svona er þetta bara.“

Margir hafa tjáð sig um viðtalið á samfélagsmiðlum þar sem þeir hrósa þessum magnaða íþróttamanni fyrir árangurinn og einnig heiðarleikann og einlægnina í viðtalinu.

„Einlægur og flottur að vanda. Leggur allt í þetta,“ skrifar Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, á Twitter-síðu sína og deilir viðtalinu.

„Svo fallegt og einlægt,“ segir Júlía Runólfsdóttir og fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan er búinn að kasta inn hvíta handklæðinu í kærasta-leiknum. „King Jón Margeir vann kærasta-leikinn. Við hinir skiljum bara handklæðin eftir og förum heim,“ segir Helgi.

Brot af umræðunni um viðtalið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×