Fátækt Helga Þórðardóttir skrifar 14. september 2016 07:00 Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka rík og Norðmenn. Sem sagt við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem er fátækt. Staðreynd sem gengur bara upp vegna þess að þeir efnameiri horfa í hina áttina og viðurkenna ekki vandann. Í því liggur skömm okkar. Það er einfaldlega ekki hægt að standa í einhverjum rökræðum um málið. Við verðum einfaldlega að leiðrétta þetta mannréttindabrot strax. Búa við sára fátækt Það eru börn sem búa við fátækt á Íslandi þar sem heimili þeirra ná ekki endum saman. Þessi börn búa við mjög skert kjör. Þau horfa upp á félaga sína vel klædda og ætíð metta, einnig hafa þau ekki möguleika á frístunda- eða íþróttaiðkun. Það eru til öryrkjar og aldraðir sem búa við sára fátækt og eru búnir með launin sín um miðjan mánuðinn. Alltof stór hópur treystir á matargjafir hjálparstofnana og góðhjartaðra ættingja. Fjöldi fólks getur ekki leyst út öll lyfin sín og dregur við sig að sækja læknisþjónustu. Það er búið að segja þetta margoft en lítið gerist, einhver óskiljanleg tregða eins og menn haldi að vandamálið hverfi af sjálfu sér eins og þynnka. Afnám tekjutenginga Við sem þjóð verðum að taka okkur taki. Dögun hefur haft það í kjarnastefnu sinni frá upphafi að útrýma fátækt. Við í Dögun ætlum að útrýma fátækt á Íslandi og við erum ekki til umræðu um neitt annað. Við munum lögfesta framfærsluviðmið. Þessi viðmið verða algild og allir aðilar í þjóðfélaginu verða að fara eftir þeim. Þessi viðmið verða það há að þau duga fyrir mannsæmandi framfærslu. Við ætlum að hækka skattleysismörk og afnema tekjutengingar. Þetta mun gilda um alla sem búa við fátækt af hvaða sökum sem er og þar með talda öryrkja og aldraða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka rík og Norðmenn. Sem sagt við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi sem er fátækt. Staðreynd sem gengur bara upp vegna þess að þeir efnameiri horfa í hina áttina og viðurkenna ekki vandann. Í því liggur skömm okkar. Það er einfaldlega ekki hægt að standa í einhverjum rökræðum um málið. Við verðum einfaldlega að leiðrétta þetta mannréttindabrot strax. Búa við sára fátækt Það eru börn sem búa við fátækt á Íslandi þar sem heimili þeirra ná ekki endum saman. Þessi börn búa við mjög skert kjör. Þau horfa upp á félaga sína vel klædda og ætíð metta, einnig hafa þau ekki möguleika á frístunda- eða íþróttaiðkun. Það eru til öryrkjar og aldraðir sem búa við sára fátækt og eru búnir með launin sín um miðjan mánuðinn. Alltof stór hópur treystir á matargjafir hjálparstofnana og góðhjartaðra ættingja. Fjöldi fólks getur ekki leyst út öll lyfin sín og dregur við sig að sækja læknisþjónustu. Það er búið að segja þetta margoft en lítið gerist, einhver óskiljanleg tregða eins og menn haldi að vandamálið hverfi af sjálfu sér eins og þynnka. Afnám tekjutenginga Við sem þjóð verðum að taka okkur taki. Dögun hefur haft það í kjarnastefnu sinni frá upphafi að útrýma fátækt. Við í Dögun ætlum að útrýma fátækt á Íslandi og við erum ekki til umræðu um neitt annað. Við munum lögfesta framfærsluviðmið. Þessi viðmið verða algild og allir aðilar í þjóðfélaginu verða að fara eftir þeim. Þessi viðmið verða það há að þau duga fyrir mannsæmandi framfærslu. Við ætlum að hækka skattleysismörk og afnema tekjutengingar. Þetta mun gilda um alla sem búa við fátækt af hvaða sökum sem er og þar með talda öryrkja og aldraða. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun