Það eru líka konur í fiskeldi! Konur í fiskeldi skrifar 15. september 2016 07:00 Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun