Það eru líka konur í fiskeldi! Konur í fiskeldi skrifar 15. september 2016 07:00 Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun