Af forréttindafólki og fordómum Kristín Sævarsdóttir skrifar 6. september 2016 11:39 Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun