Af forréttindafólki og fordómum Kristín Sævarsdóttir skrifar 6. september 2016 11:39 Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Framundan er aðalfundur Samtakanna ´78 og það er aðeins farið að hitna í kolunum. Fólk virðist skiptast í tvær fylkingar, sem velja sér frambjóðendur sem eru þeim að skapi. Umræðan er oft á tíðum hörð og óvægin og hef ég m.a. séð gefið í skyn að ég og félagar mínir séum fulltrúar fordómafullra afturhaldsafla sem séu á móti eðlilegri framþróun en hinir frambjóðendurnir séu víðsýnna fólk sem standi með öllum minnihlutahópum. Þeir sem þekkja mig vita að það er rangt. Það sama má segja um félaga mína sem bjóða sig fram til stjórnar. Við bjóðum okkur fram til stjórnar í þessu lýðræðislega félagi af því að okkur finnst Samtökin ’78 hafa rekið af leið. Okkur finnst forystan í þessum samtökum lifandi fólks hafa gleymt markmiðum og lögum félagsins sem kveða á um starf þess, gleymt yfirlýstum tilgangi þess. Formgallar hafa slæðst inn í lög félagsins á síðustu árum þegar félagið breyttist úr félagi einstaklinga í félag sem sinnir málefnum einstaklinga og aðildarfélaga í einhvers konar vísi að regnhlífarsamtökum. Almennir félagar sjá flestir brestinn sem í því er fólginn og sérfræðingar í félagarétti telja stórkostlegan formgalla vera á slíku fyrirkomulagi. Hlutverk Samtakanna '78 er að ganga erinda hinsegin fólks Samtökin ´78 hafa tekið inn undir sinn væng ýmsa hópa sem skilgreina sig á grundvelli kynvitundar, og það hefur gerst í sátt eftir umræður, og þær stundum erfiðar, um gildi þess að eiga samleið. Án umræðu eru slíkar ákvarðanir út í hött. Málefni transfólks og intersex fólks eru gott dæmi um þetta enda eru þar í hópi einstaklingar sem hafa um árabil lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins. Þegar BDSM á Íslandi sótti um aðild þótti mörgum sem nú væri vikið hressilega frá skráðum markmiðum félagsins. Sumir tóku því félagi opnum örmum á augabragði en aðrir efuðust um farsæla samleið þessara félaga enda ljóst að um væri að ræða mikla stefnubreytingu sem þarfnaðist rækilegrar athugunar og greiningar. Efasemdir komu fram um að félagið hefði bolmagn til að bæta við enn einum hópnum, ekki síst þegar margir bentu réttilega á að félagið sinnti ekki nægilega vel þeim hópum sem fyrir eru og þar með skýrt skráðum markmiðum félagsins. Það er álit margra að Samtökin 78 hafi nýlega breytt aðferðum sínum og valið sér vegferð með sértækum pólitískum undirtóni sem alls ekki samræmist hugmyndum alls félagsfólks um áherslur. Áherslur félagsins eiga fyrst og fremst að vera á málefni hinsegin fólks og ef að Samtökin 78 eru að blanda sér í þjóðmálabaráttuna á það að vera til þess að ganga erinda hinsegin fólks, hvort sem um er að ræða fólk með fasta búsetu eða flóttamenn. Við þurfum að taka tillit til ólíkra pólitískra skoðana og nota “inclusive” aðferð enda hef ég alltaf talið það skila góðum árangri að teygja sig yfir línur fylkinga í stjórnmálum til að skapa samstöðu en ekki sundrungu. Sú leið hefur skilað okkur dýrmætum réttarbótum í gegnum tíðina. Ekki lengur kúl að vera hommi Orðræðan er heill kapítuli fyrir sig en þar sýnist mér þjónusta við félagsfólk hafa vikið fyrir viðhorfum holuðum af þröngsýnu fræðimannasamfélagi þar sem gefin er lína um það hvað fólki sé þóknanlegt. Fólk hefur hrökklast í burtu eftir fyrstu heimsókn á vettvang félagsins þar sem því fannst það ekki passa inn í nýju kassana, nýju skilgreiningarnar - nú er t.d. ekki kúl að vera bara hommi. Fyrir mér hafa Samtökin ´78 ekki verið félag þar sem stafróf skilgreininga er haft til hliðsjónar öllu starfi og fólk hefur þurft að aðhyllast valdar kenningar ákveðinna fræðimanna til þess að vera viðurkenndir félagar með fullt málfrelsi. Víkjum aftur að orðræðunni sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum og manna á milli að undanförnu. Mér hefur þótt það sárara en tárum taki að heyra umræðu um að hommar yfir fimmtugu séu „afturgöngur“ og samkynhneigt fólk almennt sé forréttindafólk sem skilji ekki réttindabaráttu annarra. Ég þekkti of marga homma sem dóu úr alnæmi eða flúðu land vegna þess að þeim var ekki líft hér á landi sökum ofsókna. Ég man þegar hommar voru beittir ofbeldi á skemmtistöðum og lagðir í einelti af lögreglunni vegna tilveru sinnar. Ég þekkti líka lesbíur og homma sem tóku eigið líf vegna þess að það var of mikil barátta fólgin í að lifa. Ég sjálf hef verið rekin úr starfi vegna kynhneigðar og vegna þess að ég tilheyrði ekki hinum gagnkynhneigða meirihluta. Ég hef verið kölluð ”þetta fólk”. Ég hef fengið hótanir um líkamsmeiðingar og dæmi eru um að yfirmenn mínir í starfi hafa fengið símtöl um að þeir hafi haft kynvilling í starfi. Ekki kalla okkur forréttindamanneskjur! Undirliggjandi er skýr ágreiningur um ákveðna þætti í starfi Samtakanna ´78 en enginn ágreiningur er hinsvegar um stóran hluta starfseminnar, eins og mikilvægi ráðgjafar, fræðslu og félagsstarfs. Frambjóðendur vilja vinna jafnt fyrir alla þá hópa sem tilteknir eru í lögum félagsins hvort sem þeir eru lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk eða trans fólk. Höldum því til haga. Ljóst að það verður erfitt að sætta ólík sjónarmið hver svo sem niðurstaða kosninga á aðalfundinum verður. Til þess að það sé unnt og svo Samtökin ´78 eigi sér lífvænlega framtíð verður fólk að leggja áherslu á það sem sameinar það og hafa umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem aðskilur það.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun