Eigendur eigi að taka virkari þátt Sunna Karen Sigþórsdóttir skrifar 7. september 2016 10:15 Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Vísir/Ernir „Eigendur eiga að koma að borðinu. Við förum ekki inn í fyrirtæki með peninga og segjum bara „good luck“. Lífeyrissjóðir eiga að fylgja eftir sínum fjárfestingum enda eru þeir að höndla með fjármuni fólks.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á Strategíudeginum sem haldinn var í Hörpu í gær. Umræðuefnið var „Hver má vita hvað?“ þar sem samskipti stjórnar fyrirtækis, eigenda og starfsmanna voru meðal annars rædd. Guðrún sagði mikilvægt að verklagsreglur í samskiptum stjórnar og stjórnenda væru skýrar, en að þó þurfi eigendur að fá að taka virkan þátt í stefnumótun og framtíðarsýn. „Við stöndum á tímamótum. Efnahagshrunið árið 2008 gaf okkur tækifæri til þess að endurmeta stöðuna og gera betur,“ sagði Guðrún. Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna fyrirtækja væri tekið að breytast og að þeir væru farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. „Stjórnarformenn eru orðnir virkari og það hlýtur að kalla á nýja mótun. Það þarf að setja strik í sandinn og endurhugsa þetta,“ sagði Guðrún. Þegar upplýsingaflæði milli forstjóra og stjórnar kom til tals voru flestir sammála því að það þurfi að vera gott. Hins vegar komi það fyrir að stjórnendur séu nánast kaffærðir í beiðnum um ýmiss konar gögn og upplýsingar, og að oftar en ekki séu það upplýsingar sem eigi ekki að skipta máli fyrir hlutverk stjórnar. Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, sagði meðal annars að frekar ættu stjórnendur að nýta krafta sína í rekstur fyrirtækis og að skila góðri afkomu. „Það má ekki drekkja fyrirtækinu í regluverki og endalausri upplýsingaskyldu,“ sagði hann. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagðist sammála því að skýra þyrfti línurnar. „Það þarf að skýra hvaða hlutverki hver og einn gegnir. Það þarf að brúa bilið og gera stjórnendum kleift að sinna sínu hlutverki. Stjórnarhættir mega ekki vera eins og múrsteinar sem draga okkur niður á hafsbotn. Þeir mega ekki verða okkur fjötur um fót.“ Tengdar fréttir Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Eigendur eiga að koma að borðinu. Við förum ekki inn í fyrirtæki með peninga og segjum bara „good luck“. Lífeyrissjóðir eiga að fylgja eftir sínum fjárfestingum enda eru þeir að höndla með fjármuni fólks.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á Strategíudeginum sem haldinn var í Hörpu í gær. Umræðuefnið var „Hver má vita hvað?“ þar sem samskipti stjórnar fyrirtækis, eigenda og starfsmanna voru meðal annars rædd. Guðrún sagði mikilvægt að verklagsreglur í samskiptum stjórnar og stjórnenda væru skýrar, en að þó þurfi eigendur að fá að taka virkan þátt í stefnumótun og framtíðarsýn. „Við stöndum á tímamótum. Efnahagshrunið árið 2008 gaf okkur tækifæri til þess að endurmeta stöðuna og gera betur,“ sagði Guðrún. Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna fyrirtækja væri tekið að breytast og að þeir væru farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. „Stjórnarformenn eru orðnir virkari og það hlýtur að kalla á nýja mótun. Það þarf að setja strik í sandinn og endurhugsa þetta,“ sagði Guðrún. Þegar upplýsingaflæði milli forstjóra og stjórnar kom til tals voru flestir sammála því að það þurfi að vera gott. Hins vegar komi það fyrir að stjórnendur séu nánast kaffærðir í beiðnum um ýmiss konar gögn og upplýsingar, og að oftar en ekki séu það upplýsingar sem eigi ekki að skipta máli fyrir hlutverk stjórnar. Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, sagði meðal annars að frekar ættu stjórnendur að nýta krafta sína í rekstur fyrirtækis og að skila góðri afkomu. „Það má ekki drekkja fyrirtækinu í regluverki og endalausri upplýsingaskyldu,“ sagði hann. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagðist sammála því að skýra þyrfti línurnar. „Það þarf að skýra hvaða hlutverki hver og einn gegnir. Það þarf að brúa bilið og gera stjórnendum kleift að sinna sínu hlutverki. Stjórnarhættir mega ekki vera eins og múrsteinar sem draga okkur niður á hafsbotn. Þeir mega ekki verða okkur fjötur um fót.“
Tengdar fréttir Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent