Eigendur eigi að taka virkari þátt Sunna Karen Sigþórsdóttir skrifar 7. september 2016 10:15 Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Vísir/Ernir „Eigendur eiga að koma að borðinu. Við förum ekki inn í fyrirtæki með peninga og segjum bara „good luck“. Lífeyrissjóðir eiga að fylgja eftir sínum fjárfestingum enda eru þeir að höndla með fjármuni fólks.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á Strategíudeginum sem haldinn var í Hörpu í gær. Umræðuefnið var „Hver má vita hvað?“ þar sem samskipti stjórnar fyrirtækis, eigenda og starfsmanna voru meðal annars rædd. Guðrún sagði mikilvægt að verklagsreglur í samskiptum stjórnar og stjórnenda væru skýrar, en að þó þurfi eigendur að fá að taka virkan þátt í stefnumótun og framtíðarsýn. „Við stöndum á tímamótum. Efnahagshrunið árið 2008 gaf okkur tækifæri til þess að endurmeta stöðuna og gera betur,“ sagði Guðrún. Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna fyrirtækja væri tekið að breytast og að þeir væru farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. „Stjórnarformenn eru orðnir virkari og það hlýtur að kalla á nýja mótun. Það þarf að setja strik í sandinn og endurhugsa þetta,“ sagði Guðrún. Þegar upplýsingaflæði milli forstjóra og stjórnar kom til tals voru flestir sammála því að það þurfi að vera gott. Hins vegar komi það fyrir að stjórnendur séu nánast kaffærðir í beiðnum um ýmiss konar gögn og upplýsingar, og að oftar en ekki séu það upplýsingar sem eigi ekki að skipta máli fyrir hlutverk stjórnar. Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, sagði meðal annars að frekar ættu stjórnendur að nýta krafta sína í rekstur fyrirtækis og að skila góðri afkomu. „Það má ekki drekkja fyrirtækinu í regluverki og endalausri upplýsingaskyldu,“ sagði hann. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagðist sammála því að skýra þyrfti línurnar. „Það þarf að skýra hvaða hlutverki hver og einn gegnir. Það þarf að brúa bilið og gera stjórnendum kleift að sinna sínu hlutverki. Stjórnarhættir mega ekki vera eins og múrsteinar sem draga okkur niður á hafsbotn. Þeir mega ekki verða okkur fjötur um fót.“ Tengdar fréttir Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Eigendur eiga að koma að borðinu. Við förum ekki inn í fyrirtæki með peninga og segjum bara „good luck“. Lífeyrissjóðir eiga að fylgja eftir sínum fjárfestingum enda eru þeir að höndla með fjármuni fólks.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á Strategíudeginum sem haldinn var í Hörpu í gær. Umræðuefnið var „Hver má vita hvað?“ þar sem samskipti stjórnar fyrirtækis, eigenda og starfsmanna voru meðal annars rædd. Guðrún sagði mikilvægt að verklagsreglur í samskiptum stjórnar og stjórnenda væru skýrar, en að þó þurfi eigendur að fá að taka virkan þátt í stefnumótun og framtíðarsýn. „Við stöndum á tímamótum. Efnahagshrunið árið 2008 gaf okkur tækifæri til þess að endurmeta stöðuna og gera betur,“ sagði Guðrún. Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna fyrirtækja væri tekið að breytast og að þeir væru farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. „Stjórnarformenn eru orðnir virkari og það hlýtur að kalla á nýja mótun. Það þarf að setja strik í sandinn og endurhugsa þetta,“ sagði Guðrún. Þegar upplýsingaflæði milli forstjóra og stjórnar kom til tals voru flestir sammála því að það þurfi að vera gott. Hins vegar komi það fyrir að stjórnendur séu nánast kaffærðir í beiðnum um ýmiss konar gögn og upplýsingar, og að oftar en ekki séu það upplýsingar sem eigi ekki að skipta máli fyrir hlutverk stjórnar. Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, sagði meðal annars að frekar ættu stjórnendur að nýta krafta sína í rekstur fyrirtækis og að skila góðri afkomu. „Það má ekki drekkja fyrirtækinu í regluverki og endalausri upplýsingaskyldu,“ sagði hann. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagðist sammála því að skýra þyrfti línurnar. „Það þarf að skýra hvaða hlutverki hver og einn gegnir. Það þarf að brúa bilið og gera stjórnendum kleift að sinna sínu hlutverki. Stjórnarhættir mega ekki vera eins og múrsteinar sem draga okkur niður á hafsbotn. Þeir mega ekki verða okkur fjötur um fót.“
Tengdar fréttir Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34