Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2016 15:34 Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. vísir/gva Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Stjórnendur fyrirtækja hafa eftir efnahagshrunið árið 2008 einblínt of mikið á að gera réttu hlutina frekar heldur en að gera hlutina rétt. Það hefur orðið til þess að framþróun hefur ekki orðið eins mikil og ella. Þetta kom fram í máli stjórnenda á Strategíudeginum; ráðstefnu um stjórnun fyrirtækja, eigendur og stjórnir, sem haldinn var í Hörpu í dag.Ekki alltaf hægt að tikka í öll box Frummælendur voru flestir á einu máli um að ákveðin vatnaskil hafi orðið í rekstri fyrirtækja eftir hrun. Stjórnendur þurfi nú að passa sig á að vera ekki of uppteknir af fortíðinni svo hægt verði að stíga frekari skref í átt til framtíðar. „Við verðum að passa okkur á að gera réttu hlutina en ekki bara að gera hlutina rétt. [...] Það eru umbreytingar núna og ef við erum alltaf að vinna eftir ákveðnu template-i þá verður engin framþróun. Við erum ekki að hugsa nógu mikið um framþróunina,“ sagði Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir og formaður stjórnar Skeljungs, á fundinum í dag. Katrín Olga Jóhannsdóttir, formaður Viðskiptaráðs, tók undir þetta. Hún sagðist jafnframt hafa áhyggjur af því að fyrirtæki reyni um of að „tikka í öll box“ og að reglur sem fyrirtæki á skráðum markaði eða lífeyrissjóðir sem fjárfesti á markaði séu of hamlandi gagnvart framþróun líkt og staðan sé í dag. Þá tók Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, í sama streng. „Fyrirtæki eru of upptekin af hruninu. Núna þarf að líta til framtíðar. [...] Við höfum verið of upptekin af því að gera engin mistök eftir hrun,“ sagði hann.Stjórnarformenn farnir að taka virkari þátt Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna væru tekin að breytast og að þeir séu farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. Katrín Olga sagði að nánast sé verið að hlaða verkefnum á stjórnarformenn og að ábyrgð þeirra væri að aukast. Skýra þurfi verklagsreglur í kringum það. Þá voru flestir þeirra sem tóku til máls sammála um að auka þurfi samskipti á milli stjórnar og stjórnenda og starfsmanna almennt. Hins vegar komi það fyrir að stjórn nánast kaffæri stjórnendur, forstjóra og framkvæmdastjóra, með ítrekuðum beiðnum um ýmis gögn og upplýsingar. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marels, sagði að oftar en ekki væru þetta gögn sem almennt séð skipti ekki máli. Þá séu þetta verkefni sem eigi ekki að vera partur af hinum daglega rekstri. „Maður þarf líka að spyrja sig hvers vegna verið sé að biðja um þessi gögn,“ sagði Ásthildur.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira