Finnst engum þetta galið nema mér? Davíð Þorláksson skrifar 8. september 2016 21:02 Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2016 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun