Konur vanmetinn fjárfestingarkostur Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Samkvæmt skýrslu UN Women frá árinu 2015 vinna konur í öllum heimshornum meira en karlar en þéna um leið mun minna. Ofan á það sem þær vinna á vinnumarkaði, vinna þær næstum tvisvar og hálfu sinnum meiri ólaunaða vinnu á heimilum en karlar. Launamunurinn á heimsvísu er um 24% en þegar tekið er tillit til barneigna er hann mun meiri. Konur í Frakklandi og Svíþjóð sem kjósa að eignast börn mega t.a.m. eiga von á að þéna 31% minna en karlar um ævina. Samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor um íslenskt frumkvöðlaumhverfi eru karlar helmingi fleiri en konur í frumkvöðlastarfsemi. Þá er það þekkt stærð að kvenfrumkvöðlar hafa takmarkaðra aðgengi að fjármagni og fjárfestum en karlar um allan heim. Samkvæmt nýlegum rannsóknum í Bretlandi eru karlmenn t.a.m. 80% líklegri til að fá framtaksfjárfesta (VC) til að fjárfesta í viðskiptahugmynd sinni en konur og 60% líklegri til að fá fjármagn frá englafjárfestum. Á heimsvísu hljóta karlfrumkvöðlar sex sinnum meiri nýsköpunarstyrki úr hinum ýmsu sjóðum. Það ætti því ekki að koma á óvart að konur stjórni aðeins um 30% af fjármagni sem kemur úr einkarekstri í heiminum. Þrátt fyrir allar þessar hindranir eru konur enn að stofna fyrirtæki á heimsvísu – og það á mun meiri hraða en karlar. Jafnvel þó þær fái aðeins 7% af framtaksfjárfestingu (venture capital) á heimsvísu og 5% af bankalánum í tengslum við viðskiptahugmynd og fyrirtækjarekstur. Það ætti því ekki að koma á óvart að samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor komast konur af með mun minna í start-upi og frumkvöðlastarfsemi en karlar. Þær þurfa ekki nema helming af því fjármagni sem karlar nota að meðaltali í start-up á fyrirtækjum. Enda alvanar að vinna meira en þéna minna. Svo ekki sé talað um að púsla saman vinnu og 2,5 sinnum meiri vinnu á heimilinu (og nú er ég enn þá að tala um á heimsvísu). Framtíðaráhrif kvenfrumkvöðla í heiminum eiga sér greinilega engin takmörk. Konur á Íslandi eru með hærra menntunarstig og líklegri til að takast ætlunarverk sín í start-upi með minni pening milli handanna en karlar. Sem gerir þær frábæran fjárfestingarkost. Það er bara kominn tími til að strákarnir með fjármagnið fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skýrslu UN Women frá árinu 2015 vinna konur í öllum heimshornum meira en karlar en þéna um leið mun minna. Ofan á það sem þær vinna á vinnumarkaði, vinna þær næstum tvisvar og hálfu sinnum meiri ólaunaða vinnu á heimilum en karlar. Launamunurinn á heimsvísu er um 24% en þegar tekið er tillit til barneigna er hann mun meiri. Konur í Frakklandi og Svíþjóð sem kjósa að eignast börn mega t.a.m. eiga von á að þéna 31% minna en karlar um ævina. Samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor um íslenskt frumkvöðlaumhverfi eru karlar helmingi fleiri en konur í frumkvöðlastarfsemi. Þá er það þekkt stærð að kvenfrumkvöðlar hafa takmarkaðra aðgengi að fjármagni og fjárfestum en karlar um allan heim. Samkvæmt nýlegum rannsóknum í Bretlandi eru karlmenn t.a.m. 80% líklegri til að fá framtaksfjárfesta (VC) til að fjárfesta í viðskiptahugmynd sinni en konur og 60% líklegri til að fá fjármagn frá englafjárfestum. Á heimsvísu hljóta karlfrumkvöðlar sex sinnum meiri nýsköpunarstyrki úr hinum ýmsu sjóðum. Það ætti því ekki að koma á óvart að konur stjórni aðeins um 30% af fjármagni sem kemur úr einkarekstri í heiminum. Þrátt fyrir allar þessar hindranir eru konur enn að stofna fyrirtæki á heimsvísu – og það á mun meiri hraða en karlar. Jafnvel þó þær fái aðeins 7% af framtaksfjárfestingu (venture capital) á heimsvísu og 5% af bankalánum í tengslum við viðskiptahugmynd og fyrirtækjarekstur. Það ætti því ekki að koma á óvart að samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor komast konur af með mun minna í start-upi og frumkvöðlastarfsemi en karlar. Þær þurfa ekki nema helming af því fjármagni sem karlar nota að meðaltali í start-up á fyrirtækjum. Enda alvanar að vinna meira en þéna minna. Svo ekki sé talað um að púsla saman vinnu og 2,5 sinnum meiri vinnu á heimilinu (og nú er ég enn þá að tala um á heimsvísu). Framtíðaráhrif kvenfrumkvöðla í heiminum eiga sér greinilega engin takmörk. Konur á Íslandi eru með hærra menntunarstig og líklegri til að takast ætlunarverk sín í start-upi með minni pening milli handanna en karlar. Sem gerir þær frábæran fjárfestingarkost. Það er bara kominn tími til að strákarnir með fjármagnið fatti það.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun