Höfnum Illugafrumvarpinu Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. ágúst 2016 08:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hæpið er að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Sem betur fer, því frumvarpið felur í sér gríðarlega neikvæðar breytingar á námslánakerfinu. Með Illugafrumvarpinu munu allir námsmenn eiga rétt á styrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði. Frábært, þetta hljómar vel. Loksins styrkjakerfi. En er málið svo einfalt? Nei, auðvitað ekki. Breytingarnar fela einnig í sér að verðtryggðir vextir af námslánum hækka úr einu í þrjú prósent. Þetta gerir lánin dýrari. Þá er tekjutenging afborgana afnumin, sem þýðir að greiðslubyrði þeirra með lág laun hækkar. Þessar breytingar munu éta upp ábatann af styrknum að mestu leyti og koma mörgum námsmönnum illa. Sem nemandi við Háskóla Íslands hafa viðbrögð Stúdentaráðs háskólans valdið mér miklum vonbrigðum. Formaðurinn fullyrðir að Illugafrumvarpið komi flestum nemendum við HÍ vel. Gott og vel, en hvað um þá hópa sem koma illa út úr hærri vöxtum og afnámi tekjutengingar? Hvað um væntanlega leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, hjúkrunarfræðinga, þroskaþjálfa og fjölmargar aðra hópa sem munu þurfa að þola þyngri greiðslubyrði af lánum sínum í nýja kerfinu? Eiga þessir hópar enga málsvara innan meirihluta Stúdentaráðs? Námsstyrkurinn er keyptur of háu verði. Fórnarkostnaðurinn af þessu frumvarpi er of hár. Það er hægt að tryggja öllum styrk til náms án þess að veikja stöðu barnafólks, fólks með lægri laun, fólks sem fer í nám erlendis og fólks sem af einhverjum ástæðum hefur nám seinna en aðrir. Innleiðum styrkjakerfi í íslensku menntakerfi, þó fyrr hefði verið. Fórnarkostnaðurinn má hins vegar ekki verða sá að Lánasjóðurinn hætti að vera sá félagslegi jöfnunarsjóður sem hann átti alltaf að vera. Með því að forgangsraða fjármunum til menntakerfisins getum við stórbætt það án þess að fórna öllu þessu. Við námsmenn eigum betra skilið. Höfnum Illugafrumvarpinu og hefjum vinnu við nýtt, réttlátt styrkjafrumvarp strax eftir kosningar.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar