Aðför að jafnrétti til náms Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 15:23 Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um nýtt lánafyrikomulag hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna er hættulegt þar sem það vegur í raun að jafnrétti til náms. Ég tel mjög brýnt að fram fari ítarleg greining á því hvernig frumvarpið mætir þeim námsmönnum sem þar eiga í hlut, bæði eftir tekjum, aldri, kyni, búsetu og svo mætti áfram telja. Ég hef lengi haft áhyggjur af því að smátt og smátt sé verið að draga úr möguleikum fólks á landsbyggðinni til langskólanáms. Mikill kostnaður vegna framfærslu og húsnæðis fælir marga frá. Oft ákveða fjölskyldur að rífa sig upp með rótum þegar börn þeirra færast nær þeim aldri að sækja sér framhalds- og háskólamenntun og þar með er verið að ýta undir brottflutning fólks af landsbyggðinni. Þetta ætti ekki að vera svona. Það á ekki að vera þannig að fólk þurfi að rífa sig upp með rótum eingöngu vegna þess að það vill halda heimili fyrir unga fólkið sitt þegar það fer í langskólanám til þess að auðvelda því að framfleyta sér á þessum tíma. Námsstyrkur rennur til þeirra sem þurfa ekki á honum að halda. Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra boðar nýjar leiðir með námsstyrkjum. Það lítur kannski ágætlega út við fyrstu sýn en þegar við skoðum þetta allt í samhengi og sjáum að vextir á námslánum hækka mikið þá hefur maður virkilegar áhyggjur af því hvernig þetta skiptist á milli þeirra sem þurfa á stuðningi að halda og þeirra sem geta búið áfram í foreldrahúsum á meðan að á námi stendur. Það er stór hópur sem þarf á meiri aðstoð að halda vegna mikils framfærslukostnaðar við það að flytja á höfuðborgarsvæðið og leigja sér þar dýrt húsnæði. Það er ekki sjálfgefið að komast inn í hagstæðara húsnæði hjá Byggingarsjóði námsmanna eða á stúdentagarðana. Allt þetta gerir það að verkum að það er stórmál fyrir landsbyggðarfólk að stunda langskólanám. Ég er hrædd við að mál séu að þróast í átt til stéttaskiptingar gagnvart möguleikum til náms og vaxandi ójöfnuðar í þeim málum eftir búsetu fólks. Þetta eru óheillavænlegar horfur og réttara að við leggjum metnað okkar í það að allir landsmenn, burtséð frá búsetu, tekjum og aðstæðum, geti nýtt hæfileika sína sem best og menntað sig í samræmi við áhugasvið sitt. Tekjutenging felld niður í endurgreiðslu. Þá er það líka endurgreiðslan, að hafa hana ekki tekjutengda, að greiðslubyrðin sé sú sama burtséð frá því hvaða tekjur menn hafa að námi loknu. Þarna finnst mér að þurfi að koma fram greining á frumvarpinu gagnvart þeim sem hafa lægri tekjur upp úr krafsinu eftir langt framhaldsnám. Það hefur líka komið fram í umræðunni að oftar en ekki eru það konur sem eru á lægri launum að námi loknu og þar með verið að þyngja greiðslubyrði þeirra. Það er verið að leggja auknar byrðar á tekjulágt fólk t.a.m. konur og nemendur utan af landi? Kona utan af landi sem hefur ekki háar tekjur að námi loknu er ekki vel stödd miðað við það hvernig þetta frumvarp lítur út og það hlýtur að vera ástæða til að spyrja; er verið að afsetja ákveðna hópa í þjóðfélaginu með því að hindra möguleika þeirra til náms? Þá er ekki verið að horfa til þess hvaða hæfileikum þeir einstaklingar búa yfir til þess að gera þjóðfélaginu gagn með því að nýta hæfileika sína á sem bestan hátt og mennta sig til þess sem hugur þeirra stefnir til, heldur er verið að horfa í eitthvert excel-skjal sem hinn dæmigerði stúdent á að falla inn í. Hvernig er það excel-skjal? Það er stúdent sem býr á höfuðborgarsvæðinu og hefur möguleika á að vera í heimahúsi eins lengi og hann kýs og stunda háskólanám þaðan og fær síðan í meðgjöf þennan styrk upp á 65 þús. kr. á mánuði og hefur kannski sáralitla þörf á að taka námslán með þessum háu vöxtum sem þarna er verið að bjóða upp á. Allir eiga að fá að njóta hæfileika sinna. Mér hugnast ekki þessi aðferðarfræði og óttast að það verði til þess að færri fari í nám eða að fólk geri það eftir sem áður en ráði illa við greiðslubyrðina í hverjum mánuði. Þetta er stórmál fyrir ungt fólk sem leggur virkilega mikið á sig til þess að sjá fyrir sér og sínum því oft er ungt fólkið komið með börn á þessum aldri. Ég hef líka ákveðnar áhyggjur af því sem þarna kemur fram varðandi það að ef einhver hefur lent í því að það hefur þurft að afskrifa hjá honum lán þá sé enginn möguleiki á að fá lán aftur. Mér finnst að það þurfi ekki að vera þannig, að ekki sé hægt að hafa einhverja glufu aftur inn í kerfið þó að ýmsar aðstæður hafi orðið til þess að fólk hafi lent í erfiðleikum sem hafa valdið því að afskrifa hefur þurft hjá því lán. Það geta verið svo fjöldamargar ástæður fyrir því að svo fer. Fólk sem hefur lent í því að missa húsið sitt út af einhverjum erfiðleikum hefur möguleika á að komast inn í bankakerfið síðar meir ef það uppfyllir greiðslumat og getur aftur reynt að koma undir sig fótunum. Það tel ég líka að þurfi að vera gagnvart þeim sem þarna eiga í hlut. Þótt vissulega þurfi að hafa ákveðið aðhald varðandi þessa hluti þá finnst mér ekki gott að það sé verið að loka algjörlega á möguleika fólks á að fá aftur lánafyrirgreiðslu. Fólk á að geta sótt sér menntun á öllum aldri. Það kemur líka fram að námsaðstoð er takmörkuð við 50 ára aldur. Af hverju er það? Er ekki sagt að svo lengi læri sem lifi? Á ekki nútímaþjóðfélag að vera þannig að fólk sitji við sama borð og fólk sé ekki hólfað niður eftir aldri og að það geti byrjað í námi og fengið sambærilega aðstoð og býðst fyrir yngra fólk? Ég sé ekki af hverju þessi aðgreining ætti að vera og hvaða tilgangi hún þjónar, því að það er ekki sjálfgefið að fólk sem er orðið 50 ára sé svo vel stætt að það þurfi ekki á stuðningi að halda ef það missir t.d. vinnuna og þarf að afla sér menntunar til þess að fá annars konar vinnu. Við þekkjum það að það er ekkert auðvelt fyrir fólk sem er orðið 50 ára að komast út á vinnumarkaðinn ef það hefur þurft frá að hverfa af einhverjum ástæðum, verið sagt upp vegna hagræðingar eða misst vinnuna af einhverjum öðrum orsökum. Fjöldinn allur af fólki 50 ára og eldri er í miklum erfiðleikum með að finna vinnu og vinnumarkaðurinn er bara þannig að hann hefur ekki endilega boðið þetta fólk velkomið. Það vill kannski mennta sig meira til þess að styrkja sig á vinnumarkaði en þarf á stuðningi að halda, en því býðst ekki stuðningur miðað við þetta frumvarp. Þessar breytingar á Lánasjóðnum eru langt frá því að vera góð vegferð inn í framtíðina og koma verður í veg fyrir að þær nái fram að ganga. Við eigum að stuðla að jafnrétti allra til náms og tryggja að menntun standi öllum til boða án tillits til aldurs, kyns, búsetu eða efnahags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um nýtt lánafyrikomulag hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna er hættulegt þar sem það vegur í raun að jafnrétti til náms. Ég tel mjög brýnt að fram fari ítarleg greining á því hvernig frumvarpið mætir þeim námsmönnum sem þar eiga í hlut, bæði eftir tekjum, aldri, kyni, búsetu og svo mætti áfram telja. Ég hef lengi haft áhyggjur af því að smátt og smátt sé verið að draga úr möguleikum fólks á landsbyggðinni til langskólanáms. Mikill kostnaður vegna framfærslu og húsnæðis fælir marga frá. Oft ákveða fjölskyldur að rífa sig upp með rótum þegar börn þeirra færast nær þeim aldri að sækja sér framhalds- og háskólamenntun og þar með er verið að ýta undir brottflutning fólks af landsbyggðinni. Þetta ætti ekki að vera svona. Það á ekki að vera þannig að fólk þurfi að rífa sig upp með rótum eingöngu vegna þess að það vill halda heimili fyrir unga fólkið sitt þegar það fer í langskólanám til þess að auðvelda því að framfleyta sér á þessum tíma. Námsstyrkur rennur til þeirra sem þurfa ekki á honum að halda. Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra boðar nýjar leiðir með námsstyrkjum. Það lítur kannski ágætlega út við fyrstu sýn en þegar við skoðum þetta allt í samhengi og sjáum að vextir á námslánum hækka mikið þá hefur maður virkilegar áhyggjur af því hvernig þetta skiptist á milli þeirra sem þurfa á stuðningi að halda og þeirra sem geta búið áfram í foreldrahúsum á meðan að á námi stendur. Það er stór hópur sem þarf á meiri aðstoð að halda vegna mikils framfærslukostnaðar við það að flytja á höfuðborgarsvæðið og leigja sér þar dýrt húsnæði. Það er ekki sjálfgefið að komast inn í hagstæðara húsnæði hjá Byggingarsjóði námsmanna eða á stúdentagarðana. Allt þetta gerir það að verkum að það er stórmál fyrir landsbyggðarfólk að stunda langskólanám. Ég er hrædd við að mál séu að þróast í átt til stéttaskiptingar gagnvart möguleikum til náms og vaxandi ójöfnuðar í þeim málum eftir búsetu fólks. Þetta eru óheillavænlegar horfur og réttara að við leggjum metnað okkar í það að allir landsmenn, burtséð frá búsetu, tekjum og aðstæðum, geti nýtt hæfileika sína sem best og menntað sig í samræmi við áhugasvið sitt. Tekjutenging felld niður í endurgreiðslu. Þá er það líka endurgreiðslan, að hafa hana ekki tekjutengda, að greiðslubyrðin sé sú sama burtséð frá því hvaða tekjur menn hafa að námi loknu. Þarna finnst mér að þurfi að koma fram greining á frumvarpinu gagnvart þeim sem hafa lægri tekjur upp úr krafsinu eftir langt framhaldsnám. Það hefur líka komið fram í umræðunni að oftar en ekki eru það konur sem eru á lægri launum að námi loknu og þar með verið að þyngja greiðslubyrði þeirra. Það er verið að leggja auknar byrðar á tekjulágt fólk t.a.m. konur og nemendur utan af landi? Kona utan af landi sem hefur ekki háar tekjur að námi loknu er ekki vel stödd miðað við það hvernig þetta frumvarp lítur út og það hlýtur að vera ástæða til að spyrja; er verið að afsetja ákveðna hópa í þjóðfélaginu með því að hindra möguleika þeirra til náms? Þá er ekki verið að horfa til þess hvaða hæfileikum þeir einstaklingar búa yfir til þess að gera þjóðfélaginu gagn með því að nýta hæfileika sína á sem bestan hátt og mennta sig til þess sem hugur þeirra stefnir til, heldur er verið að horfa í eitthvert excel-skjal sem hinn dæmigerði stúdent á að falla inn í. Hvernig er það excel-skjal? Það er stúdent sem býr á höfuðborgarsvæðinu og hefur möguleika á að vera í heimahúsi eins lengi og hann kýs og stunda háskólanám þaðan og fær síðan í meðgjöf þennan styrk upp á 65 þús. kr. á mánuði og hefur kannski sáralitla þörf á að taka námslán með þessum háu vöxtum sem þarna er verið að bjóða upp á. Allir eiga að fá að njóta hæfileika sinna. Mér hugnast ekki þessi aðferðarfræði og óttast að það verði til þess að færri fari í nám eða að fólk geri það eftir sem áður en ráði illa við greiðslubyrðina í hverjum mánuði. Þetta er stórmál fyrir ungt fólk sem leggur virkilega mikið á sig til þess að sjá fyrir sér og sínum því oft er ungt fólkið komið með börn á þessum aldri. Ég hef líka ákveðnar áhyggjur af því sem þarna kemur fram varðandi það að ef einhver hefur lent í því að það hefur þurft að afskrifa hjá honum lán þá sé enginn möguleiki á að fá lán aftur. Mér finnst að það þurfi ekki að vera þannig, að ekki sé hægt að hafa einhverja glufu aftur inn í kerfið þó að ýmsar aðstæður hafi orðið til þess að fólk hafi lent í erfiðleikum sem hafa valdið því að afskrifa hefur þurft hjá því lán. Það geta verið svo fjöldamargar ástæður fyrir því að svo fer. Fólk sem hefur lent í því að missa húsið sitt út af einhverjum erfiðleikum hefur möguleika á að komast inn í bankakerfið síðar meir ef það uppfyllir greiðslumat og getur aftur reynt að koma undir sig fótunum. Það tel ég líka að þurfi að vera gagnvart þeim sem þarna eiga í hlut. Þótt vissulega þurfi að hafa ákveðið aðhald varðandi þessa hluti þá finnst mér ekki gott að það sé verið að loka algjörlega á möguleika fólks á að fá aftur lánafyrirgreiðslu. Fólk á að geta sótt sér menntun á öllum aldri. Það kemur líka fram að námsaðstoð er takmörkuð við 50 ára aldur. Af hverju er það? Er ekki sagt að svo lengi læri sem lifi? Á ekki nútímaþjóðfélag að vera þannig að fólk sitji við sama borð og fólk sé ekki hólfað niður eftir aldri og að það geti byrjað í námi og fengið sambærilega aðstoð og býðst fyrir yngra fólk? Ég sé ekki af hverju þessi aðgreining ætti að vera og hvaða tilgangi hún þjónar, því að það er ekki sjálfgefið að fólk sem er orðið 50 ára sé svo vel stætt að það þurfi ekki á stuðningi að halda ef það missir t.d. vinnuna og þarf að afla sér menntunar til þess að fá annars konar vinnu. Við þekkjum það að það er ekkert auðvelt fyrir fólk sem er orðið 50 ára að komast út á vinnumarkaðinn ef það hefur þurft frá að hverfa af einhverjum ástæðum, verið sagt upp vegna hagræðingar eða misst vinnuna af einhverjum öðrum orsökum. Fjöldinn allur af fólki 50 ára og eldri er í miklum erfiðleikum með að finna vinnu og vinnumarkaðurinn er bara þannig að hann hefur ekki endilega boðið þetta fólk velkomið. Það vill kannski mennta sig meira til þess að styrkja sig á vinnumarkaði en þarf á stuðningi að halda, en því býðst ekki stuðningur miðað við þetta frumvarp. Þessar breytingar á Lánasjóðnum eru langt frá því að vera góð vegferð inn í framtíðina og koma verður í veg fyrir að þær nái fram að ganga. Við eigum að stuðla að jafnrétti allra til náms og tryggja að menntun standi öllum til boða án tillits til aldurs, kyns, búsetu eða efnahags.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun