Bylur hæst í tómri tunnu stjórnarmaðurinn skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Fróðlegt hefur verið að fylgjast með þingmanninum Ögmundi Jónassyni í opinberri umræðu undanfarna daga. Hafi framganga hans verið hönnuð til þess að vekja athygli má segja að ætlunarverkið hafi lukkast. Í leiðinni varð hann hins vegar uppvís að hræsni á háu stigi eins og ofsatrúarmönnum af öllum gerðum og flokkum er svo tamt. Ögmundi hefur allan sinn feril verið launajöfnuður hugleikinn. Það er gott og blessað og að mörgu leyti göfugt markmið. Nýjasta útspil hans í þeim efnum er að hvetja til lagasetningar sem takmarkar hæstu laun ríkisstarfsmanna þannig þau verði að hámarki þreföld laun hinna lægst launuðu. Nú er þetta út af fyrir sig ekki svo galin hugmynd þótt vissulega þurfi ríkið eins og aðrir að geta fengið til liðs við sig gott starfsfólk og borgað í samræmi við það. Varla eru það hins vegar gild rök að halda því fram að því hærri laun sem vinnuveitandi greiði því verri starfskraftur fáist líkt og Ögmundur gerði. Svona ummæli dæma þann sem mælir úr leik í umræðunni. Ef Ögmundur vill láta taka sig alvarlega væri kannski réttara að hann afsalaði sér þeim ríkulegu eftirlaunum sem hann hefur áunnið sér sem þingmaður og ráðherra og þekkjast hvergi annars staðar í atvinnulífinu. Samkvæmt Ögmundarlógík yrði hann þá sennilega betri starfskraftur fyrir vikið! Sósíalistinn og femínistinn Ögmundur lét þó ekki þarna við sitja heldur sakaði konur í stjórnmálum um að beita fyrir sig kyni sínu sér til framdráttar. Uppskar hann fyrir vikið skammir frá ungliðahreyfingu síns flokks og varð að athlægi meðal annarra sem fylgjast með pólitík. Ögmundur er að sjálfsögðu yfirlýstur femínisti á tyllidögum. Í útvarpsviðtalinu góða sást þó líklega glitta í hans raunverulega hugarheim. Það er alls ekkert einsdæmi í stjórnmálum að annað sé í orði en á borði, en fyrr má nú rota en dauðrota. Gallinn við pólitískan rétttrúnað er sá að lífið er ekki bara svart og hvítt. Einfaldar patentlausnir eru sjaldnast raunhæfar. Fólk sem ætlar að hafa vit fyrir öðrum þarf að vera með sitt á hreinu. Fæstir eru það. Breyskleiki Ögmundar er holl áminning um það. Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með þingmanninum Ögmundi Jónassyni í opinberri umræðu undanfarna daga. Hafi framganga hans verið hönnuð til þess að vekja athygli má segja að ætlunarverkið hafi lukkast. Í leiðinni varð hann hins vegar uppvís að hræsni á háu stigi eins og ofsatrúarmönnum af öllum gerðum og flokkum er svo tamt. Ögmundi hefur allan sinn feril verið launajöfnuður hugleikinn. Það er gott og blessað og að mörgu leyti göfugt markmið. Nýjasta útspil hans í þeim efnum er að hvetja til lagasetningar sem takmarkar hæstu laun ríkisstarfsmanna þannig þau verði að hámarki þreföld laun hinna lægst launuðu. Nú er þetta út af fyrir sig ekki svo galin hugmynd þótt vissulega þurfi ríkið eins og aðrir að geta fengið til liðs við sig gott starfsfólk og borgað í samræmi við það. Varla eru það hins vegar gild rök að halda því fram að því hærri laun sem vinnuveitandi greiði því verri starfskraftur fáist líkt og Ögmundur gerði. Svona ummæli dæma þann sem mælir úr leik í umræðunni. Ef Ögmundur vill láta taka sig alvarlega væri kannski réttara að hann afsalaði sér þeim ríkulegu eftirlaunum sem hann hefur áunnið sér sem þingmaður og ráðherra og þekkjast hvergi annars staðar í atvinnulífinu. Samkvæmt Ögmundarlógík yrði hann þá sennilega betri starfskraftur fyrir vikið! Sósíalistinn og femínistinn Ögmundur lét þó ekki þarna við sitja heldur sakaði konur í stjórnmálum um að beita fyrir sig kyni sínu sér til framdráttar. Uppskar hann fyrir vikið skammir frá ungliðahreyfingu síns flokks og varð að athlægi meðal annarra sem fylgjast með pólitík. Ögmundur er að sjálfsögðu yfirlýstur femínisti á tyllidögum. Í útvarpsviðtalinu góða sást þó líklega glitta í hans raunverulega hugarheim. Það er alls ekkert einsdæmi í stjórnmálum að annað sé í orði en á borði, en fyrr má nú rota en dauðrota. Gallinn við pólitískan rétttrúnað er sá að lífið er ekki bara svart og hvítt. Einfaldar patentlausnir eru sjaldnast raunhæfar. Fólk sem ætlar að hafa vit fyrir öðrum þarf að vera með sitt á hreinu. Fæstir eru það. Breyskleiki Ögmundar er holl áminning um það.
Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira