Bylur hæst í tómri tunnu stjórnarmaðurinn skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Fróðlegt hefur verið að fylgjast með þingmanninum Ögmundi Jónassyni í opinberri umræðu undanfarna daga. Hafi framganga hans verið hönnuð til þess að vekja athygli má segja að ætlunarverkið hafi lukkast. Í leiðinni varð hann hins vegar uppvís að hræsni á háu stigi eins og ofsatrúarmönnum af öllum gerðum og flokkum er svo tamt. Ögmundi hefur allan sinn feril verið launajöfnuður hugleikinn. Það er gott og blessað og að mörgu leyti göfugt markmið. Nýjasta útspil hans í þeim efnum er að hvetja til lagasetningar sem takmarkar hæstu laun ríkisstarfsmanna þannig þau verði að hámarki þreföld laun hinna lægst launuðu. Nú er þetta út af fyrir sig ekki svo galin hugmynd þótt vissulega þurfi ríkið eins og aðrir að geta fengið til liðs við sig gott starfsfólk og borgað í samræmi við það. Varla eru það hins vegar gild rök að halda því fram að því hærri laun sem vinnuveitandi greiði því verri starfskraftur fáist líkt og Ögmundur gerði. Svona ummæli dæma þann sem mælir úr leik í umræðunni. Ef Ögmundur vill láta taka sig alvarlega væri kannski réttara að hann afsalaði sér þeim ríkulegu eftirlaunum sem hann hefur áunnið sér sem þingmaður og ráðherra og þekkjast hvergi annars staðar í atvinnulífinu. Samkvæmt Ögmundarlógík yrði hann þá sennilega betri starfskraftur fyrir vikið! Sósíalistinn og femínistinn Ögmundur lét þó ekki þarna við sitja heldur sakaði konur í stjórnmálum um að beita fyrir sig kyni sínu sér til framdráttar. Uppskar hann fyrir vikið skammir frá ungliðahreyfingu síns flokks og varð að athlægi meðal annarra sem fylgjast með pólitík. Ögmundur er að sjálfsögðu yfirlýstur femínisti á tyllidögum. Í útvarpsviðtalinu góða sást þó líklega glitta í hans raunverulega hugarheim. Það er alls ekkert einsdæmi í stjórnmálum að annað sé í orði en á borði, en fyrr má nú rota en dauðrota. Gallinn við pólitískan rétttrúnað er sá að lífið er ekki bara svart og hvítt. Einfaldar patentlausnir eru sjaldnast raunhæfar. Fólk sem ætlar að hafa vit fyrir öðrum þarf að vera með sitt á hreinu. Fæstir eru það. Breyskleiki Ögmundar er holl áminning um það. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með þingmanninum Ögmundi Jónassyni í opinberri umræðu undanfarna daga. Hafi framganga hans verið hönnuð til þess að vekja athygli má segja að ætlunarverkið hafi lukkast. Í leiðinni varð hann hins vegar uppvís að hræsni á háu stigi eins og ofsatrúarmönnum af öllum gerðum og flokkum er svo tamt. Ögmundi hefur allan sinn feril verið launajöfnuður hugleikinn. Það er gott og blessað og að mörgu leyti göfugt markmið. Nýjasta útspil hans í þeim efnum er að hvetja til lagasetningar sem takmarkar hæstu laun ríkisstarfsmanna þannig þau verði að hámarki þreföld laun hinna lægst launuðu. Nú er þetta út af fyrir sig ekki svo galin hugmynd þótt vissulega þurfi ríkið eins og aðrir að geta fengið til liðs við sig gott starfsfólk og borgað í samræmi við það. Varla eru það hins vegar gild rök að halda því fram að því hærri laun sem vinnuveitandi greiði því verri starfskraftur fáist líkt og Ögmundur gerði. Svona ummæli dæma þann sem mælir úr leik í umræðunni. Ef Ögmundur vill láta taka sig alvarlega væri kannski réttara að hann afsalaði sér þeim ríkulegu eftirlaunum sem hann hefur áunnið sér sem þingmaður og ráðherra og þekkjast hvergi annars staðar í atvinnulífinu. Samkvæmt Ögmundarlógík yrði hann þá sennilega betri starfskraftur fyrir vikið! Sósíalistinn og femínistinn Ögmundur lét þó ekki þarna við sitja heldur sakaði konur í stjórnmálum um að beita fyrir sig kyni sínu sér til framdráttar. Uppskar hann fyrir vikið skammir frá ungliðahreyfingu síns flokks og varð að athlægi meðal annarra sem fylgjast með pólitík. Ögmundur er að sjálfsögðu yfirlýstur femínisti á tyllidögum. Í útvarpsviðtalinu góða sást þó líklega glitta í hans raunverulega hugarheim. Það er alls ekkert einsdæmi í stjórnmálum að annað sé í orði en á borði, en fyrr má nú rota en dauðrota. Gallinn við pólitískan rétttrúnað er sá að lífið er ekki bara svart og hvítt. Einfaldar patentlausnir eru sjaldnast raunhæfar. Fólk sem ætlar að hafa vit fyrir öðrum þarf að vera með sitt á hreinu. Fæstir eru það. Breyskleiki Ögmundar er holl áminning um það.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira