29 milljón króna dekkjaþjófnaður Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 10:37 Ekki fögur sjón sem blasti við eiganda bílasölunnar. Margar fréttir hafa undanfarið borist af stórtækum dekkjaþjófum í Bandaríkjunum sem láta sér ekki nægja að stela dekkjum og felgum undan einum og einum bíl, heldur undan heilu bílaflotunum. Einn slíkur þjófnaður átti sér stað vestur í Texas þar sem öllu var stolið undan 48 bílum í einu. Gerðist þetta á bílasölu nýrra bíla og er tjónið metið á um 250.000 dollara, eða um 29 milljónir króna. Bílarnir voru geymdir bak við læst hlið sem þjófarnir brutust í gegnum og létu þeir síðan greiðar sópa. Þeir hljóta að hafa verið á stórum flutningabílum til þess að geta tekið með sér svo mikið magn af dekkjum. Öryggismyndavélar eru á bílasölunni en þjófarnir voru klókir og brutu öll ljós á svæðinu svo ógerningur er að greina hverjir voru þarna á ferð. Þjófarnir einbeittu sér að dýrustu dekkjunum og felgunum og stálu aðallega 20 til 22 tommu dekkjagöngum og mörgum þeirra undan Chevrolet Camaro sportbílum, eins og á myndinni sést. Ekki er langt síðan að samskonar dekkjaþjófnaður var gerður á nálægri bílasölu í Texas í sumar og ef til vill eru hér sömu menn að verki. Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent
Margar fréttir hafa undanfarið borist af stórtækum dekkjaþjófum í Bandaríkjunum sem láta sér ekki nægja að stela dekkjum og felgum undan einum og einum bíl, heldur undan heilu bílaflotunum. Einn slíkur þjófnaður átti sér stað vestur í Texas þar sem öllu var stolið undan 48 bílum í einu. Gerðist þetta á bílasölu nýrra bíla og er tjónið metið á um 250.000 dollara, eða um 29 milljónir króna. Bílarnir voru geymdir bak við læst hlið sem þjófarnir brutust í gegnum og létu þeir síðan greiðar sópa. Þeir hljóta að hafa verið á stórum flutningabílum til þess að geta tekið með sér svo mikið magn af dekkjum. Öryggismyndavélar eru á bílasölunni en þjófarnir voru klókir og brutu öll ljós á svæðinu svo ógerningur er að greina hverjir voru þarna á ferð. Þjófarnir einbeittu sér að dýrustu dekkjunum og felgunum og stálu aðallega 20 til 22 tommu dekkjagöngum og mörgum þeirra undan Chevrolet Camaro sportbílum, eins og á myndinni sést. Ekki er langt síðan að samskonar dekkjaþjófnaður var gerður á nálægri bílasölu í Texas í sumar og ef til vill eru hér sömu menn að verki.
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent