Bændur uggandi yfir lækkuðu afurðaverði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 16:43 Þrjár afurðastöðvar hafa lækkað verð til bænda. vísir/stefán „Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
„Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent