Bændur uggandi yfir lækkuðu afurðaverði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 16:43 Þrjár afurðastöðvar hafa lækkað verð til bænda. vísir/stefán „Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Afurðaverðið er komið og það lítur vægast illa út,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Vísi. Í vikunni tilkynntu Norðlenska, Sláturfélag Vopnfirðinga og Sláturhús SAH um lækkað afurðaverð til bænda. Lækkunin nemur yfirleitt um tíu prósentum á hvert kíló af lambakjöti en rúmlega þrjátíu prósentum á kjöt af fullorðnu fé. Hækkanirnar eru ýmist sagðar galnar eða glórulausar á heimasíðu Landssamtakanna. Aðrar afurðastöðvar, á borð við Sláturfélag Suðurlands og Fjallalamb, eiga enn eftir að gefa út sína afurðaverðskrá.Þórarinn Ingi Pétursson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Um helgina fór fram formannafundur Landssamtakanna á Birkimel á Barðaströnd. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing þar sem samtökin krefjast þess að sláturleyfishafar virði þau viðmiðunarverð sem sauðfjárbændur gáfu út í lok síðasta mánaðar. Umræddar lækkanir eru þvert á viðmiðunarkröfur sauðfjárbænda. „Lækkunin er að ýmsu leyti skiljanleg þar sem rekstur afurðastöðvanna hefur gengið illa,“ segir Þórarinn. Rót vandans liggi á ýmsum stöðum. Þrátt fyrir að sala á lambakjöti hafi gengið ágætlega þá hefur orðið verðfall á ýmsum hliðarafurðum. Að auki hefur útflutningur gengið illa. Stærsti þátturinn sé hins vegar sá að verð á lambakjöti hafi lítið hækkað til neytandans. Þórarinn segir að á undanförnum árum hafi vísitala neysluverðs hækkað talsvert en lambakjötið hafi ekki haldið í við þá þróun. Á sama tíma hefur hærra verð til bænda ekki fylgt auknum framleiðslukostnaði. „Menn hafa ekki komið út neinum hækkunum á markaði hérna innanlands og það er stærsti þáttur vandans,“ segir Þórarinn en hann telur að á íslensku markaði ríki fákeppni. „Við erum með of margar afurðastöðvar sem selja of fáum, stórum verslunarkeðjum. Það hlýtur að flokkast sem fákeppni þegar ein keðja er með um sextíu prósent af markaðnum. Þeir mega eiga það að þeir eru flinkir í sínum „bissness“.“ Rekstrarútlitið fyrir marga bændur hefur verið bjartara að mati formannsins. „Ég hef ekki enn heyrt í neinum sem er harðákveðinn í að hætta en einhverjir hafa nefnt það og eru að skoða sína stöðu,“ segir Þórarinn. Það sé hins vegar ljóst að haldi sambærileg þróun áfram til lengri tíma verði sjálfhætt hjá einhverjum.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira