Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin Guðjón Sigurbjartsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun