Handbolti

Fyrsti sigur Pólverja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michal Jurecki skoraði fjögur mörk í leiknum í dag.
Michal Jurecki skoraði fjögur mörk í leiknum í dag. vísir/getty
Pólverjar náðu í sín fyrstu stig á Ólympíuleikunum í Ríó þegar þeir unnu átta marka sigur, 33-25, á Egyptum í B-riðli í dag.

Michal Daszek var markahæstur í liði Pólverja sem voru með undirtökin allan leikinn. Daszek skoraði sex mörk en Mateusz Jachlewski kom næstur með fimm mörk.

Eslam Eissa skoraði sex mörk fyrir Egypta sem eru með tvö stig í B-riðli líkt og Pólverjar og Brasilíumenn.

Egyptaland komst í 0-1 og 1-2 en það voru einu skiptin sem liðið leiddi í leiknum. Þegar stundarfjórðungur var liðinn voru Pólverjar komnir fjórum mörkum yfir, 8-4, og í hálfleik munaði sex mörkum á liðunum, 16-10.

Sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik og Pólland sigldi sigrinum örugglega heim. Lokatölur 33-25, Pólverjum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×