Bakábyrgð vegna LSR verður þungt högg árið 2030 Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2016 19:08 Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira