Bakábyrgð vegna LSR verður þungt högg árið 2030 Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2016 19:08 Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ríkissjóður mun verða fyrir þungu höggi árið 2030 þegar sjóður B-deildar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) tæmist og ríkissjóður þarf að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða króna árlegum greiðslum. Fjárlaganefnd Alþingis vill hefja innborganir sem fyrst. Þá vill nefndin hraða hækkun eftirlaunaaldurs úr 67 árum í 70 ár. Í áætlun um fjármál ríkisins fyrir árin 2017-2021 eru áform um að hefja að nýju innborganir til LSR en það hefur ekki verið gert síðan fyrir bankhrunið. Innborganirnar eru bráðnauðsynlegar vegna skuldbindinga B-deildar sjóðsins sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir en lögbundin iðgjöld duga engan veginn fyrir skuldbindingum deildarinnar. Í árslok 2015 námu áfallnar skuldbindingar í heild 756 milljörðum króna en á móti vega sérstakar innborganir ríkissjóðs og vextir af þeim sem nema 247 milljörðum króna. Nettó ógreiddar skuldbindingar nema því 509 milljörðum króna. Í óbirtu áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um áætlun í ríkisfjármálum kemur fram sú afstaða meirihlutans að í næsta fjárlagafrumvarpi verði að finna greinargott yfirlit um stöðu þessara mála. Síðan segir: „Nýta þarf jákvæða stöðu ríkisfjármála til þess að auka innborganir vegna B-deildarinnar þannig að þær verði a.m.k. 10 milljarðar kr. árlega. Það er nauðsynlegt til þess að draga úr því höggi sem ríkissjóður verður fyrir árið 2030 þegar sjóður deildarinnar tæmist og ríkissjóður þarf þá að fjármagna sjóðinn með 13 milljarða kr. árlegum greiðslum vegna bakábyrgðar til að byrja með, til viðbótar öðrum 13 milljörðum kr. vegna lífeyrishækkana eftirlaunaþega.“Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis.„Þetta eru áunnin réttindi sem eru stjórnarskrárbundin og eign sjóðfélaga. Þannig að við komumst ekkert hjá því að greiða þessar skuldbindingar. Það er ekkert annað að gera en að gera langtímaáætlun um hvernig eigi að greiða þetta niður. Því ef við bíðum til 2030 þá verður þetta ansi mikið högg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verður almennur eftirlaunaaldur hækkaður úr 67 árum upp í 70 ár, en gert er ráð fyrir að samtals líði 24 ár áður en hækkunin tekur gildi að fullu. Meirihluti fjárlaganefndar telur að þetta sé alltof langur tími og full ástæða sé til að ná þessari óhjákvæmilegu og nauðsynlegu breytingu á mun skemmri tíma. „Ég held að 15 ár sé ágætis aðlögunartími. Svo það sé tekið fram þá hefur þetta ekki áhrif á það fólk sem er komið á lífeyri eða er að fara á lífeyri. Þetta snýr frekar að kynslóðinni minni. Þjóðfélagið okkar er að breytast. Fólk lifir miklu lengur. Þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um helming á næstu árum. Þessi lífeyrisaldur sem við erum með núna var ekki fundinn upp á síðustu öld heldur þarsíðustu öld. Sem betur fer lifir fólk lengur og getur starfað lengur og við eigum að láta fyrirkomulagið taka mið af því,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira