Fór fertugur að heiman Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Það eru ekki mörg ár síðan ég heyrði frétt í útvarpinu sem vakti mikla kátínu meðal landsmanna. Hún fjallaði um rúmlega fertugan ítalskan karlmann sem hafði farið í mál við aldraða foreldra sína þegar þeir skipuðu honum að flytja að heiman og töldu tímabært að hann framfleytti sér sjálfur. Þetta fannst öllum fyndið því á þeim tíma fóru börn yfirleitt að heiman u.þ.b. sem þau luku námi eða fóru út á vinnumarkaðinn. Fréttin myndi eflaust vekja önnur viðbrögð í dag þegar við stöndum frammi fyrir því að börnin okkar komast nánast ekki að heiman fyrr en þau hafa náð fullorðinsaldri. Þeim er gert ókleift að kaupa sér húsnæði og leigumarkaðurinn er bæði dýr og ótryggur kostur. Unga fólkið er í pattstöðu, vill gjarnan koma undir sig fótunum og sjá um sig sjálft en hefur ekkert eigið fé til að kaupa sér húsnæði og ekki nægar tekjur til að leigja. Með þessu áframhaldi nálgast þau fertugt áður en þau komast að heiman. Nýtt húsnæðisfrumvarp velferðarráðherra leysir ekki vandann. Bygging félagslegra íbúða og niðurgreiðsla húsaleigu er ekki rétta aðferðin, enda félagslegt húsnæði úrelt hugtak sem elur af sér fordóma og þröngvar öllum í sama farveg. Í gegnum tíðina hefur ítrekað verið reynt að koma á fyrirkomulagi sem á að tryggja efnalitlu fólki öryggi í húsnæðismálum, í samvinnu við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins, og þurft að breyta því aftur til að bregðast við mikilli eftirspurn eftir niðurgreiddu húsnæði og auknum útgjöldum ríkissjóðs. Meiri eftirspurn leiðir svo jafnvel til hærra leiguverðs sem helst kemur leigusölum til góða. Auk þess mun niðurgreiðsla húsaleigu skv. frumvarpinu verða hlutfallslega meiri eftir því sem tekjur heimilisins eru hærri, sem er í andstöðu við yfirlýst markmið frumvarpsins að auka stuðning við efnaminna fólk. Fjölgum í þess stað valmöguleikum fólks með því að auka framboð á húsnæði af öllum stærðum og gerðum. Margir mundu t.d. kjósa að kaupa eða leigja ,,öríbúð“ uppá örfáa fermetra sem hentar fyrir par bara til þess að komast að heiman. Það vantar sárlega meiri fjölbreytni í húsagerð og meira úrval af búsetuformum. Það væri t.d. líka hægt að byggja ódýr fjölbýli fyrir ungt fólk sem miðaði við fjárhag þess og byðist aðeins upp að ákveðnum aldri. Aðkoma ríkisins gæti verið sú að greiða götuna með breytingu á byggingareglugerð eða lækkun vörugjalda, en láta markaðinn um að aðlaga sig að þörfinni. Aðkoma bankanna gæti að sama skapi verið að bjóða upp á betri lánskjör og lægri vexti til þess að fólk eigi möguleika á að kaupa sér húsnæði. Þannig yrði flestum gert kleift að eignast þak yfir höfuðið og um leið séð til þess að hér þróist heilbrigður leigumarkaður. Það er í það minnsta með öllu óásættanlegt að uppkomin börn þurfi að vera upp á foreldra sína komin langt fram eftir aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg ár síðan ég heyrði frétt í útvarpinu sem vakti mikla kátínu meðal landsmanna. Hún fjallaði um rúmlega fertugan ítalskan karlmann sem hafði farið í mál við aldraða foreldra sína þegar þeir skipuðu honum að flytja að heiman og töldu tímabært að hann framfleytti sér sjálfur. Þetta fannst öllum fyndið því á þeim tíma fóru börn yfirleitt að heiman u.þ.b. sem þau luku námi eða fóru út á vinnumarkaðinn. Fréttin myndi eflaust vekja önnur viðbrögð í dag þegar við stöndum frammi fyrir því að börnin okkar komast nánast ekki að heiman fyrr en þau hafa náð fullorðinsaldri. Þeim er gert ókleift að kaupa sér húsnæði og leigumarkaðurinn er bæði dýr og ótryggur kostur. Unga fólkið er í pattstöðu, vill gjarnan koma undir sig fótunum og sjá um sig sjálft en hefur ekkert eigið fé til að kaupa sér húsnæði og ekki nægar tekjur til að leigja. Með þessu áframhaldi nálgast þau fertugt áður en þau komast að heiman. Nýtt húsnæðisfrumvarp velferðarráðherra leysir ekki vandann. Bygging félagslegra íbúða og niðurgreiðsla húsaleigu er ekki rétta aðferðin, enda félagslegt húsnæði úrelt hugtak sem elur af sér fordóma og þröngvar öllum í sama farveg. Í gegnum tíðina hefur ítrekað verið reynt að koma á fyrirkomulagi sem á að tryggja efnalitlu fólki öryggi í húsnæðismálum, í samvinnu við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins, og þurft að breyta því aftur til að bregðast við mikilli eftirspurn eftir niðurgreiddu húsnæði og auknum útgjöldum ríkissjóðs. Meiri eftirspurn leiðir svo jafnvel til hærra leiguverðs sem helst kemur leigusölum til góða. Auk þess mun niðurgreiðsla húsaleigu skv. frumvarpinu verða hlutfallslega meiri eftir því sem tekjur heimilisins eru hærri, sem er í andstöðu við yfirlýst markmið frumvarpsins að auka stuðning við efnaminna fólk. Fjölgum í þess stað valmöguleikum fólks með því að auka framboð á húsnæði af öllum stærðum og gerðum. Margir mundu t.d. kjósa að kaupa eða leigja ,,öríbúð“ uppá örfáa fermetra sem hentar fyrir par bara til þess að komast að heiman. Það vantar sárlega meiri fjölbreytni í húsagerð og meira úrval af búsetuformum. Það væri t.d. líka hægt að byggja ódýr fjölbýli fyrir ungt fólk sem miðaði við fjárhag þess og byðist aðeins upp að ákveðnum aldri. Aðkoma ríkisins gæti verið sú að greiða götuna með breytingu á byggingareglugerð eða lækkun vörugjalda, en láta markaðinn um að aðlaga sig að þörfinni. Aðkoma bankanna gæti að sama skapi verið að bjóða upp á betri lánskjör og lægri vexti til þess að fólk eigi möguleika á að kaupa sér húsnæði. Þannig yrði flestum gert kleift að eignast þak yfir höfuðið og um leið séð til þess að hér þróist heilbrigður leigumarkaður. Það er í það minnsta með öllu óásættanlegt að uppkomin börn þurfi að vera upp á foreldra sína komin langt fram eftir aldri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar