Fór fertugur að heiman Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Það eru ekki mörg ár síðan ég heyrði frétt í útvarpinu sem vakti mikla kátínu meðal landsmanna. Hún fjallaði um rúmlega fertugan ítalskan karlmann sem hafði farið í mál við aldraða foreldra sína þegar þeir skipuðu honum að flytja að heiman og töldu tímabært að hann framfleytti sér sjálfur. Þetta fannst öllum fyndið því á þeim tíma fóru börn yfirleitt að heiman u.þ.b. sem þau luku námi eða fóru út á vinnumarkaðinn. Fréttin myndi eflaust vekja önnur viðbrögð í dag þegar við stöndum frammi fyrir því að börnin okkar komast nánast ekki að heiman fyrr en þau hafa náð fullorðinsaldri. Þeim er gert ókleift að kaupa sér húsnæði og leigumarkaðurinn er bæði dýr og ótryggur kostur. Unga fólkið er í pattstöðu, vill gjarnan koma undir sig fótunum og sjá um sig sjálft en hefur ekkert eigið fé til að kaupa sér húsnæði og ekki nægar tekjur til að leigja. Með þessu áframhaldi nálgast þau fertugt áður en þau komast að heiman. Nýtt húsnæðisfrumvarp velferðarráðherra leysir ekki vandann. Bygging félagslegra íbúða og niðurgreiðsla húsaleigu er ekki rétta aðferðin, enda félagslegt húsnæði úrelt hugtak sem elur af sér fordóma og þröngvar öllum í sama farveg. Í gegnum tíðina hefur ítrekað verið reynt að koma á fyrirkomulagi sem á að tryggja efnalitlu fólki öryggi í húsnæðismálum, í samvinnu við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins, og þurft að breyta því aftur til að bregðast við mikilli eftirspurn eftir niðurgreiddu húsnæði og auknum útgjöldum ríkissjóðs. Meiri eftirspurn leiðir svo jafnvel til hærra leiguverðs sem helst kemur leigusölum til góða. Auk þess mun niðurgreiðsla húsaleigu skv. frumvarpinu verða hlutfallslega meiri eftir því sem tekjur heimilisins eru hærri, sem er í andstöðu við yfirlýst markmið frumvarpsins að auka stuðning við efnaminna fólk. Fjölgum í þess stað valmöguleikum fólks með því að auka framboð á húsnæði af öllum stærðum og gerðum. Margir mundu t.d. kjósa að kaupa eða leigja ,,öríbúð“ uppá örfáa fermetra sem hentar fyrir par bara til þess að komast að heiman. Það vantar sárlega meiri fjölbreytni í húsagerð og meira úrval af búsetuformum. Það væri t.d. líka hægt að byggja ódýr fjölbýli fyrir ungt fólk sem miðaði við fjárhag þess og byðist aðeins upp að ákveðnum aldri. Aðkoma ríkisins gæti verið sú að greiða götuna með breytingu á byggingareglugerð eða lækkun vörugjalda, en láta markaðinn um að aðlaga sig að þörfinni. Aðkoma bankanna gæti að sama skapi verið að bjóða upp á betri lánskjör og lægri vexti til þess að fólk eigi möguleika á að kaupa sér húsnæði. Þannig yrði flestum gert kleift að eignast þak yfir höfuðið og um leið séð til þess að hér þróist heilbrigður leigumarkaður. Það er í það minnsta með öllu óásættanlegt að uppkomin börn þurfi að vera upp á foreldra sína komin langt fram eftir aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg ár síðan ég heyrði frétt í útvarpinu sem vakti mikla kátínu meðal landsmanna. Hún fjallaði um rúmlega fertugan ítalskan karlmann sem hafði farið í mál við aldraða foreldra sína þegar þeir skipuðu honum að flytja að heiman og töldu tímabært að hann framfleytti sér sjálfur. Þetta fannst öllum fyndið því á þeim tíma fóru börn yfirleitt að heiman u.þ.b. sem þau luku námi eða fóru út á vinnumarkaðinn. Fréttin myndi eflaust vekja önnur viðbrögð í dag þegar við stöndum frammi fyrir því að börnin okkar komast nánast ekki að heiman fyrr en þau hafa náð fullorðinsaldri. Þeim er gert ókleift að kaupa sér húsnæði og leigumarkaðurinn er bæði dýr og ótryggur kostur. Unga fólkið er í pattstöðu, vill gjarnan koma undir sig fótunum og sjá um sig sjálft en hefur ekkert eigið fé til að kaupa sér húsnæði og ekki nægar tekjur til að leigja. Með þessu áframhaldi nálgast þau fertugt áður en þau komast að heiman. Nýtt húsnæðisfrumvarp velferðarráðherra leysir ekki vandann. Bygging félagslegra íbúða og niðurgreiðsla húsaleigu er ekki rétta aðferðin, enda félagslegt húsnæði úrelt hugtak sem elur af sér fordóma og þröngvar öllum í sama farveg. Í gegnum tíðina hefur ítrekað verið reynt að koma á fyrirkomulagi sem á að tryggja efnalitlu fólki öryggi í húsnæðismálum, í samvinnu við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins, og þurft að breyta því aftur til að bregðast við mikilli eftirspurn eftir niðurgreiddu húsnæði og auknum útgjöldum ríkissjóðs. Meiri eftirspurn leiðir svo jafnvel til hærra leiguverðs sem helst kemur leigusölum til góða. Auk þess mun niðurgreiðsla húsaleigu skv. frumvarpinu verða hlutfallslega meiri eftir því sem tekjur heimilisins eru hærri, sem er í andstöðu við yfirlýst markmið frumvarpsins að auka stuðning við efnaminna fólk. Fjölgum í þess stað valmöguleikum fólks með því að auka framboð á húsnæði af öllum stærðum og gerðum. Margir mundu t.d. kjósa að kaupa eða leigja ,,öríbúð“ uppá örfáa fermetra sem hentar fyrir par bara til þess að komast að heiman. Það vantar sárlega meiri fjölbreytni í húsagerð og meira úrval af búsetuformum. Það væri t.d. líka hægt að byggja ódýr fjölbýli fyrir ungt fólk sem miðaði við fjárhag þess og byðist aðeins upp að ákveðnum aldri. Aðkoma ríkisins gæti verið sú að greiða götuna með breytingu á byggingareglugerð eða lækkun vörugjalda, en láta markaðinn um að aðlaga sig að þörfinni. Aðkoma bankanna gæti að sama skapi verið að bjóða upp á betri lánskjör og lægri vexti til þess að fólk eigi möguleika á að kaupa sér húsnæði. Þannig yrði flestum gert kleift að eignast þak yfir höfuðið og um leið séð til þess að hér þróist heilbrigður leigumarkaður. Það er í það minnsta með öllu óásættanlegt að uppkomin börn þurfi að vera upp á foreldra sína komin langt fram eftir aldri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar