Búvörusamningum verði vísað frá Þingflokkur Bjartrar framtíðar skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Björt framtíð telur mjög mikilvægt að sátt ríki um búvörusamninga og að þeir séu unnir í samráði við alla hagsmunahópa, ekki síst neytendur. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi en gerum jafnframt þá kröfu að það fjármagn sem sett er í landbúnaðarkerfið nýtist sem best. Nýir búvörusamningar eru allt of umdeildir og við leggjum einfaldlega til að málinu verði vísað frá enda fyrir því mörg rök. Hér má sjá nokkur þeirra: Algjör einstefna ríkti um gerð samninganna þar sem fulltrúar neytenda, launþega og annarra hagsmunaaðila áttu enga aðkomu að þeim. Slík aðkoma er forsenda fyrir því að sátt ríki um svo stórt mál sem varðar ekki einungis hagsmuni bænda. Áframhaldandi verðsamráð mjólkurafurðastöðva, heimildir til samráðs, samvinnu og verkaskiptingar milli stærstu aðila á markaði er einnig í andstöðu við samkeppnislög og kemur í veg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi. Um það hefur Samkeppniseftirlitið nýverið gefið álit í málefnum Mjólkursamsölunnar. Hlutverk og ábyrgð verðlagningarnefndar er ekki nógu skýrt. Fyrirkomulagið er ekki til þess fallið að skapa hvata fyrir framleiðendur til að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum launþegahreyfinga eða neytenda í þeirri nefnd eins og verið hefur undanfarna áratugi heldur skipi ráðherra þrjá fulltrúa í nefndina. Einhliða ákvörðun ráðherraskipaðrar nefndar um svo stór málefni er óásættanleg. Stuðningur ætti að vera í meira mæli tengdur sjálfbærri landnýtingu. Þá þarf að bæta verulega í stuðning við lífræna ræktun og tengja opinbera fjárstyrki búvörusamninga þeim skilyrðum að í hvívetna sé gætt að velferð dýra. Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. Eðlilegast sé að vísa málinu frá í heild og vinna það upp á nýtt. Í þeirri vinnu kæmu allir hagsmunaaðilar að borðinu og tryggt yrði að nýir samningar þjóni jafnt hagsmunum bænda sem neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Björt framtíð telur mjög mikilvægt að sátt ríki um búvörusamninga og að þeir séu unnir í samráði við alla hagsmunahópa, ekki síst neytendur. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi en gerum jafnframt þá kröfu að það fjármagn sem sett er í landbúnaðarkerfið nýtist sem best. Nýir búvörusamningar eru allt of umdeildir og við leggjum einfaldlega til að málinu verði vísað frá enda fyrir því mörg rök. Hér má sjá nokkur þeirra: Algjör einstefna ríkti um gerð samninganna þar sem fulltrúar neytenda, launþega og annarra hagsmunaaðila áttu enga aðkomu að þeim. Slík aðkoma er forsenda fyrir því að sátt ríki um svo stórt mál sem varðar ekki einungis hagsmuni bænda. Áframhaldandi verðsamráð mjólkurafurðastöðva, heimildir til samráðs, samvinnu og verkaskiptingar milli stærstu aðila á markaði er einnig í andstöðu við samkeppnislög og kemur í veg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi. Um það hefur Samkeppniseftirlitið nýverið gefið álit í málefnum Mjólkursamsölunnar. Hlutverk og ábyrgð verðlagningarnefndar er ekki nógu skýrt. Fyrirkomulagið er ekki til þess fallið að skapa hvata fyrir framleiðendur til að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum launþegahreyfinga eða neytenda í þeirri nefnd eins og verið hefur undanfarna áratugi heldur skipi ráðherra þrjá fulltrúa í nefndina. Einhliða ákvörðun ráðherraskipaðrar nefndar um svo stór málefni er óásættanleg. Stuðningur ætti að vera í meira mæli tengdur sjálfbærri landnýtingu. Þá þarf að bæta verulega í stuðning við lífræna ræktun og tengja opinbera fjárstyrki búvörusamninga þeim skilyrðum að í hvívetna sé gætt að velferð dýra. Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. Eðlilegast sé að vísa málinu frá í heild og vinna það upp á nýtt. Í þeirri vinnu kæmu allir hagsmunaaðilar að borðinu og tryggt yrði að nýir samningar þjóni jafnt hagsmunum bænda sem neytenda.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar