Búvörusamningum verði vísað frá Þingflokkur Bjartrar framtíðar skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Björt framtíð telur mjög mikilvægt að sátt ríki um búvörusamninga og að þeir séu unnir í samráði við alla hagsmunahópa, ekki síst neytendur. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi en gerum jafnframt þá kröfu að það fjármagn sem sett er í landbúnaðarkerfið nýtist sem best. Nýir búvörusamningar eru allt of umdeildir og við leggjum einfaldlega til að málinu verði vísað frá enda fyrir því mörg rök. Hér má sjá nokkur þeirra: Algjör einstefna ríkti um gerð samninganna þar sem fulltrúar neytenda, launþega og annarra hagsmunaaðila áttu enga aðkomu að þeim. Slík aðkoma er forsenda fyrir því að sátt ríki um svo stórt mál sem varðar ekki einungis hagsmuni bænda. Áframhaldandi verðsamráð mjólkurafurðastöðva, heimildir til samráðs, samvinnu og verkaskiptingar milli stærstu aðila á markaði er einnig í andstöðu við samkeppnislög og kemur í veg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi. Um það hefur Samkeppniseftirlitið nýverið gefið álit í málefnum Mjólkursamsölunnar. Hlutverk og ábyrgð verðlagningarnefndar er ekki nógu skýrt. Fyrirkomulagið er ekki til þess fallið að skapa hvata fyrir framleiðendur til að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum launþegahreyfinga eða neytenda í þeirri nefnd eins og verið hefur undanfarna áratugi heldur skipi ráðherra þrjá fulltrúa í nefndina. Einhliða ákvörðun ráðherraskipaðrar nefndar um svo stór málefni er óásættanleg. Stuðningur ætti að vera í meira mæli tengdur sjálfbærri landnýtingu. Þá þarf að bæta verulega í stuðning við lífræna ræktun og tengja opinbera fjárstyrki búvörusamninga þeim skilyrðum að í hvívetna sé gætt að velferð dýra. Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. Eðlilegast sé að vísa málinu frá í heild og vinna það upp á nýtt. Í þeirri vinnu kæmu allir hagsmunaaðilar að borðinu og tryggt yrði að nýir samningar þjóni jafnt hagsmunum bænda sem neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð telur mjög mikilvægt að sátt ríki um búvörusamninga og að þeir séu unnir í samráði við alla hagsmunahópa, ekki síst neytendur. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi en gerum jafnframt þá kröfu að það fjármagn sem sett er í landbúnaðarkerfið nýtist sem best. Nýir búvörusamningar eru allt of umdeildir og við leggjum einfaldlega til að málinu verði vísað frá enda fyrir því mörg rök. Hér má sjá nokkur þeirra: Algjör einstefna ríkti um gerð samninganna þar sem fulltrúar neytenda, launþega og annarra hagsmunaaðila áttu enga aðkomu að þeim. Slík aðkoma er forsenda fyrir því að sátt ríki um svo stórt mál sem varðar ekki einungis hagsmuni bænda. Áframhaldandi verðsamráð mjólkurafurðastöðva, heimildir til samráðs, samvinnu og verkaskiptingar milli stærstu aðila á markaði er einnig í andstöðu við samkeppnislög og kemur í veg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi. Um það hefur Samkeppniseftirlitið nýverið gefið álit í málefnum Mjólkursamsölunnar. Hlutverk og ábyrgð verðlagningarnefndar er ekki nógu skýrt. Fyrirkomulagið er ekki til þess fallið að skapa hvata fyrir framleiðendur til að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum launþegahreyfinga eða neytenda í þeirri nefnd eins og verið hefur undanfarna áratugi heldur skipi ráðherra þrjá fulltrúa í nefndina. Einhliða ákvörðun ráðherraskipaðrar nefndar um svo stór málefni er óásættanleg. Stuðningur ætti að vera í meira mæli tengdur sjálfbærri landnýtingu. Þá þarf að bæta verulega í stuðning við lífræna ræktun og tengja opinbera fjárstyrki búvörusamninga þeim skilyrðum að í hvívetna sé gætt að velferð dýra. Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. Eðlilegast sé að vísa málinu frá í heild og vinna það upp á nýtt. Í þeirri vinnu kæmu allir hagsmunaaðilar að borðinu og tryggt yrði að nýir samningar þjóni jafnt hagsmunum bænda sem neytenda.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar