Náttúra landsins og fjölmiðlar Ellen Magnúsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar