Ferðamenn eiga að borga Eva Baldursdóttir skrifar 19. ágúst 2016 10:40 Fjöldi erlendra ferðamanna hefur þrefaldast síðustu fimm ár. Um 1.5 milljón ferðamanna koma til landsins í ár samkvæmt spám en í fyrra komu tæplega 1.3 milljón. Íbúafjöldi yfir háannatíma vel tvöfaldast á Ísland sem þýðir að aukið álag er á alla innviði, svo sem vegakerfið, náttúruna, ferðamannasvæði, sundlaugar og jafnvel heilbrigðiskerfið ef því er að skipta. Við skattgreiðendur borgum fyrir þessa innviði og rekstur. Aukin neysla vegna ferðamannafjöldans skilar þó auknum tekjum í formi virðisaukaskatts í ríkissjóð, eðlilega enda eykst neyslan sem nemur fjöldanum, en milli ára var 12 milljarða aukning á tekjunum eða yfir 20% á tveimur árum. Sveitarfélögin snuðuð Eina gjalddtakan á ferðamenn er nú á grundvelli laga um gistináttaskatt en 100 kr. eru teknar per nótt á hótelherbergi. Það er mjög lág tala í erlendum samanburði og skilaði einungis um 905 milljónum í ríkissjóð á árunum 2012-2015. Í flestum löndum er rukkað ákveðið gistináttagjald, sem ýmist rennur til ríkissjóð eða sveitarfélags. Samkvæmt úttekt www.turisti.is hefðu tekjurnar verið 2,3 milljarðar sl. 4 ár ef sambærilegt gjald væri lagt á og í París. Ef viðmiðið væri Róm þá hefðu tekjurnar orðið um 5,6 milljarðar síðustu 4 ár eða nærri því sex sinnum hærri tekjum en hér á landi. Ljóst er að ríkissjóður hefði geta innheimt a.m.k. 2 milljarða á þessu tímabili til viðbótar væri skatturinn 300 kr., en þá fjármuni hefði sannarlega mátt nýta t.d. til að bæta vegakerfi landsins. Sveitarfélög fá hins vegar ekki hluta af þessum auknu tekjum sem er æði undarlegt. Í fyrsta lagi fara sveitarfélögin að mestu með þá málaflokka sem á reynir t.d. eins og aukin þrif og viðhald innan bæjar- og borgarmarka, rekstur safna og sundlauga, hluta af vegakerfi og svo framvegis. Í öðru lagi má færa sterk rök fyrir því að sveitarfélögin séu best í stakk búin til að meta hvar uppbyggingar sé þörf á grundvelli nálægðarsjónarmiða. Sveitarfélögin, sem eiga mörg í vanda við rekstur vegna fjárskorts, eiga því að taka á sig þennan bita, á meðan ríkissjóður bólgnar út vegna neyslu ferðamanna. Og nýjasta útspil ríkisstjórnar er að hafa frekari tekjur af sveitarfélögum, vegna séreignarsparnaðar leiðarinnar þ.e. fyrsta fasteign. Er þetta byggðastefna ríkisstjórnarinnar? Getuleysi ráðherra Ráðherra ferðamála hefur ekki skilað raunhæfri lausn við aukna gjaldtöku á ferðamenn til að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og tryggja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar, þó hefur hann haft 3 ár til verksins. Eina haldbæra breytingin var að stofnað var til frekari ríkisútgjalda með nýrri stjórnstöð ferðamála, þó það kunni að vera gott fyrir heildaryfirsýn greinarinnar leysir það ekki gjaldtöku þáttinn, og náttúrupassanum var hafnað. Ekki er ljóst hvort ráðherrann hefur unnið að annarri útfærslu síðan þá þó eflaust sé einhver vinna í gangi. Lög um gistináttaskatt var þó komið á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nokkrar leiðir eru færar til að leysa þetta mál og ættu ekki að vera tæknilega flóknar. T.d. að veita sveitarfélögum eyrnamerktar fjárveitingar til uppbyggingar vegna aukinna tekna af vaski, breyta lögum um gistináttaskatt og hækka upp í t.d. 300-400 kr. eða gefa sveitarfélögum lagaheimild til að innheimta gistináttagjald. Ferðamenn eiga að borga fyrir afnot af náttúru, þjónustu og rekstri sem er niðurgreiddur af skattgreiðendum, rétt eins og við gerum í ferðalögum okkar erlendis. Taka þarf ákvörðun. Nóg er búið að skrifa og skoða. Algjört getuleysi í gjaldtöku er ekki boðlegt þegar gengið er á innviði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjöldi erlendra ferðamanna hefur þrefaldast síðustu fimm ár. Um 1.5 milljón ferðamanna koma til landsins í ár samkvæmt spám en í fyrra komu tæplega 1.3 milljón. Íbúafjöldi yfir háannatíma vel tvöfaldast á Ísland sem þýðir að aukið álag er á alla innviði, svo sem vegakerfið, náttúruna, ferðamannasvæði, sundlaugar og jafnvel heilbrigðiskerfið ef því er að skipta. Við skattgreiðendur borgum fyrir þessa innviði og rekstur. Aukin neysla vegna ferðamannafjöldans skilar þó auknum tekjum í formi virðisaukaskatts í ríkissjóð, eðlilega enda eykst neyslan sem nemur fjöldanum, en milli ára var 12 milljarða aukning á tekjunum eða yfir 20% á tveimur árum. Sveitarfélögin snuðuð Eina gjalddtakan á ferðamenn er nú á grundvelli laga um gistináttaskatt en 100 kr. eru teknar per nótt á hótelherbergi. Það er mjög lág tala í erlendum samanburði og skilaði einungis um 905 milljónum í ríkissjóð á árunum 2012-2015. Í flestum löndum er rukkað ákveðið gistináttagjald, sem ýmist rennur til ríkissjóð eða sveitarfélags. Samkvæmt úttekt www.turisti.is hefðu tekjurnar verið 2,3 milljarðar sl. 4 ár ef sambærilegt gjald væri lagt á og í París. Ef viðmiðið væri Róm þá hefðu tekjurnar orðið um 5,6 milljarðar síðustu 4 ár eða nærri því sex sinnum hærri tekjum en hér á landi. Ljóst er að ríkissjóður hefði geta innheimt a.m.k. 2 milljarða á þessu tímabili til viðbótar væri skatturinn 300 kr., en þá fjármuni hefði sannarlega mátt nýta t.d. til að bæta vegakerfi landsins. Sveitarfélög fá hins vegar ekki hluta af þessum auknu tekjum sem er æði undarlegt. Í fyrsta lagi fara sveitarfélögin að mestu með þá málaflokka sem á reynir t.d. eins og aukin þrif og viðhald innan bæjar- og borgarmarka, rekstur safna og sundlauga, hluta af vegakerfi og svo framvegis. Í öðru lagi má færa sterk rök fyrir því að sveitarfélögin séu best í stakk búin til að meta hvar uppbyggingar sé þörf á grundvelli nálægðarsjónarmiða. Sveitarfélögin, sem eiga mörg í vanda við rekstur vegna fjárskorts, eiga því að taka á sig þennan bita, á meðan ríkissjóður bólgnar út vegna neyslu ferðamanna. Og nýjasta útspil ríkisstjórnar er að hafa frekari tekjur af sveitarfélögum, vegna séreignarsparnaðar leiðarinnar þ.e. fyrsta fasteign. Er þetta byggðastefna ríkisstjórnarinnar? Getuleysi ráðherra Ráðherra ferðamála hefur ekki skilað raunhæfri lausn við aukna gjaldtöku á ferðamenn til að standa undir uppbyggingu ferðamannastaða og tryggja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar, þó hefur hann haft 3 ár til verksins. Eina haldbæra breytingin var að stofnað var til frekari ríkisútgjalda með nýrri stjórnstöð ferðamála, þó það kunni að vera gott fyrir heildaryfirsýn greinarinnar leysir það ekki gjaldtöku þáttinn, og náttúrupassanum var hafnað. Ekki er ljóst hvort ráðherrann hefur unnið að annarri útfærslu síðan þá þó eflaust sé einhver vinna í gangi. Lög um gistináttaskatt var þó komið á í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nokkrar leiðir eru færar til að leysa þetta mál og ættu ekki að vera tæknilega flóknar. T.d. að veita sveitarfélögum eyrnamerktar fjárveitingar til uppbyggingar vegna aukinna tekna af vaski, breyta lögum um gistináttaskatt og hækka upp í t.d. 300-400 kr. eða gefa sveitarfélögum lagaheimild til að innheimta gistináttagjald. Ferðamenn eiga að borga fyrir afnot af náttúru, þjónustu og rekstri sem er niðurgreiddur af skattgreiðendum, rétt eins og við gerum í ferðalögum okkar erlendis. Taka þarf ákvörðun. Nóg er búið að skrifa og skoða. Algjört getuleysi í gjaldtöku er ekki boðlegt þegar gengið er á innviði landsins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar