Á að ná hraðametinu í Bonneville Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 15:39 Verður hraðametið í Bonneville slegið af þessu ökutæki? Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent
Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent