Á að ná hraðametinu í Bonneville Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 15:39 Verður hraðametið í Bonneville slegið af þessu ökutæki? Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Seinna í þessum mánuði verður þessu tryllitæki hleypt lausu á saltsléttunum í Bonneville í Utah ríki Bandaríkjanna og vonast mótorhjólaökuþórinn Guy Martin, sem aka mun þessari hálfgerðu eldflaug að ná 644 km hraða, en það samsvarar 400 mílum. Núverandi met ökutækis í Bonneville er 376,63 mílur, eða 606 km/klst. Bonneville Speed Week keppnin hefur ekki verið haldin síðustu tvö ár, en síðasta keppni var árið 2013. Keppnin er ávallt haldin í ágúst og engin breyting verður á því í ár. Ökutækið sem sést hér að ofan ber nafnið Triumph Infor Rocket Streamliner og er með 1.000 hestafla þotuhreyfil sem brennir metangasi. Segja má að Triumph Infor Rocket Streamliner sé þota án vængja og til að tryggja að hún komist sem hraðast er yfirbyggingin úr koltrefjum og því bæði létt og sterkbyggð.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent