Bandaríkjamenn, gangið í bæinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar