Lögreglan í London notar mótorhjól fyrir hryðjuverkadeildir Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 08:19 Gráir fyrir járnum á gráum BMW mótorhjólum. Meðal þess sem sérstakar baráttudeildir gegn hryðjuverkum hjá lögreglunni í London hafa nýtt sér eru mótorhjól. Þau gera þeim kleift að komast fljótt á áfangastað þrátt fyrir mikla umferð. Þessi aðgerð lögreglunnar var kynnt í gær ásamt því að fleiri vopnaðir lögreglumenn verða nú sýnilegir í höfuðborg Bretlands eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í Evrópu. Hjólin sem lögreglan hyggst nota eru grámáluð BMW F800GS sem geta verið jafnvíg á malbiki sem utanvegaakstur, og ekið upp eða niður tröppur eða yfir kantsteina. Í samtali við Sky News fréttastofuna sagði yfirmaður í hryðjuverkadeild lögreglunnar að umferð getur verið í hnút á hvaða tíma sem er. “Þegar hryðjuverkaárás á sér stað má búast við enn meira öngþveiti. Ef að við skoðum Evrópu, París og Belgíu sjáum við að umferð gegnir lykilhlutverki í skjótum viðbrögðum” sagði yfirmaður deildarinnar. “Við látum ökumenn hjólanna æfa sig við torfæruakstur svo að þeir geti komist yfir hindranir og verið fljótir milli staðar A og B.” Ekki er búið að lýsa yfir neinu viðbúnaðarstigi vegna hugsanlegrar árásar en ljóst er að lögreglan í Bretlandi ætlar sér að vera við öllu búin. Kemur þetta fram á mótorhjólavefnum bifhjol.is. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent
Meðal þess sem sérstakar baráttudeildir gegn hryðjuverkum hjá lögreglunni í London hafa nýtt sér eru mótorhjól. Þau gera þeim kleift að komast fljótt á áfangastað þrátt fyrir mikla umferð. Þessi aðgerð lögreglunnar var kynnt í gær ásamt því að fleiri vopnaðir lögreglumenn verða nú sýnilegir í höfuðborg Bretlands eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í Evrópu. Hjólin sem lögreglan hyggst nota eru grámáluð BMW F800GS sem geta verið jafnvíg á malbiki sem utanvegaakstur, og ekið upp eða niður tröppur eða yfir kantsteina. Í samtali við Sky News fréttastofuna sagði yfirmaður í hryðjuverkadeild lögreglunnar að umferð getur verið í hnút á hvaða tíma sem er. “Þegar hryðjuverkaárás á sér stað má búast við enn meira öngþveiti. Ef að við skoðum Evrópu, París og Belgíu sjáum við að umferð gegnir lykilhlutverki í skjótum viðbrögðum” sagði yfirmaður deildarinnar. “Við látum ökumenn hjólanna æfa sig við torfæruakstur svo að þeir geti komist yfir hindranir og verið fljótir milli staðar A og B.” Ekki er búið að lýsa yfir neinu viðbúnaðarstigi vegna hugsanlegrar árásar en ljóst er að lögreglan í Bretlandi ætlar sér að vera við öllu búin. Kemur þetta fram á mótorhjólavefnum bifhjol.is.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent