Sumarið er tíminn! Helga Ingólfsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 10:43 Það er alltaf gott að vera íslendingur en í sumar hefur það verið frábært. Allt samfélagið hefur verið á snúningi frá því í vor þegar undirbúningur fyrir forsetakosningar hófst með tilheyrandi kynningum og auglýsingum. Frambjóðendur stóðu sig allir með sóma en fyrir lá að aðeins einn myndi „vinna“ og nú þegar niðurstaða liggur fyrir eru allri sáttir enda Guðni Th prýðismaður í alla staði og verður landi og þjóð til sóma. Það var vel til fundið hjá nýkjörnum forseta Guðna Th Jóhannessyni og eiginkonu hans Elizu Reid að velja Sólheima í Grímsnesi sem fyrsta viðkomustað en staðurinn er einstakur og ber því fagurt vitni hvernig hugsjónafólk getur með elju sinni komið stórkostlegum hlutum til leiðar. EM seinkaði ferðasumri landans enda einstaklega skemmtilegt að fylgjast með gangi íslenska liðsins sem „vann“ Portúgal með jafntefli og það var bara byrjunin að þvílíkri fótboltaveislu að aldrei hefur annað eins sést á skjánum og undirrituð horfði á alla leikina og er ekki sú eina sem tók upp þennan nýja sið enda ekki annað hægt að hrífast með góðu gengi íslenska landsliðsins. Íslendingar hafa samt verið duglegir að ferðast innanlands enda einmuna veðurblíða að minnsta kosti hér sunnanlands. Útihátíðir um allt land eru vel sóttar og þjóðhátíð í Eyjum var sú fjölmennasta fram að þessu og fór vel fram að mestu leyti. Um helgina verða fiskidagar á Dalvík og reiknað er með að margir leggi leið sína þangað til að bragða á fiskisúpu heimamanna og fleira góðgæti. Og sumarið er ekki búið, berjaspretta lofar góðu um allt land og tilvalið fyrir fjölskylduna að skella sér í berjamó. Íslensk ber eru ómenguð náttúruafurð, stútfull af andoxunarefnum og hvað er betra en að eiga í ber í frysti þegar skammdegið skellur á? Sveppamó er ennfremur hin besta skemmtun fyrir og ekki flókið að læra um helstu matsveppina okkar. Með haustinu koma svo ný verkefni en framundan er val fulltrúa á framboðslista vegna Alþingiskosninga sem fyrirhugðað er að verði í haust. Misjafnt er með hvaða hætti flokkarnir velja sína fulltrúa, ýmist með prófkjörum, forvali eða öðrum hætti. Facebook mun spila stórt hlutverk í kynningum allra frambjóðenda enda sá miðill sem nær til flestra á skemmstum tíma með minnstum tilkostnaði. Á kjósendum hvílir sú ábyrgð að kynna sér vel frambjóðendur og nýta rétt sinn til þess að velja á lista viðkomandi flokka í samræmi við þær aðferðir sem í boði eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er alltaf gott að vera íslendingur en í sumar hefur það verið frábært. Allt samfélagið hefur verið á snúningi frá því í vor þegar undirbúningur fyrir forsetakosningar hófst með tilheyrandi kynningum og auglýsingum. Frambjóðendur stóðu sig allir með sóma en fyrir lá að aðeins einn myndi „vinna“ og nú þegar niðurstaða liggur fyrir eru allri sáttir enda Guðni Th prýðismaður í alla staði og verður landi og þjóð til sóma. Það var vel til fundið hjá nýkjörnum forseta Guðna Th Jóhannessyni og eiginkonu hans Elizu Reid að velja Sólheima í Grímsnesi sem fyrsta viðkomustað en staðurinn er einstakur og ber því fagurt vitni hvernig hugsjónafólk getur með elju sinni komið stórkostlegum hlutum til leiðar. EM seinkaði ferðasumri landans enda einstaklega skemmtilegt að fylgjast með gangi íslenska liðsins sem „vann“ Portúgal með jafntefli og það var bara byrjunin að þvílíkri fótboltaveislu að aldrei hefur annað eins sést á skjánum og undirrituð horfði á alla leikina og er ekki sú eina sem tók upp þennan nýja sið enda ekki annað hægt að hrífast með góðu gengi íslenska landsliðsins. Íslendingar hafa samt verið duglegir að ferðast innanlands enda einmuna veðurblíða að minnsta kosti hér sunnanlands. Útihátíðir um allt land eru vel sóttar og þjóðhátíð í Eyjum var sú fjölmennasta fram að þessu og fór vel fram að mestu leyti. Um helgina verða fiskidagar á Dalvík og reiknað er með að margir leggi leið sína þangað til að bragða á fiskisúpu heimamanna og fleira góðgæti. Og sumarið er ekki búið, berjaspretta lofar góðu um allt land og tilvalið fyrir fjölskylduna að skella sér í berjamó. Íslensk ber eru ómenguð náttúruafurð, stútfull af andoxunarefnum og hvað er betra en að eiga í ber í frysti þegar skammdegið skellur á? Sveppamó er ennfremur hin besta skemmtun fyrir og ekki flókið að læra um helstu matsveppina okkar. Með haustinu koma svo ný verkefni en framundan er val fulltrúa á framboðslista vegna Alþingiskosninga sem fyrirhugðað er að verði í haust. Misjafnt er með hvaða hætti flokkarnir velja sína fulltrúa, ýmist með prófkjörum, forvali eða öðrum hætti. Facebook mun spila stórt hlutverk í kynningum allra frambjóðenda enda sá miðill sem nær til flestra á skemmstum tíma með minnstum tilkostnaði. Á kjósendum hvílir sú ábyrgð að kynna sér vel frambjóðendur og nýta rétt sinn til þess að velja á lista viðkomandi flokka í samræmi við þær aðferðir sem í boði eru.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar