Nýr miðbær í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Það eru spennandi tímar í Garðabæ. Draumurinn um nýjan miðbæ er að verða að veruleika með nýjum fyrirtækjum og fjölmörgum nýjum íbúum. Það eru því vonbrigði að bæjarfulltrúinn María Grétarsdóttir, oddviti M-listans, ákveði að gera enn eina tilraun til að gera uppbygginguna þar tortryggilega í grein í Fréttablaðinu í gær. María heldur því fram að Klasi hf., sem hefur séð um uppbygginguna í miðbænum, hafi fengið afhentar lóðir án þess að greiða fyrir þær eða byggingarrétt á þeim. Þessi dæmalausi málflutningur hefur margoft verið hrakinn, en María lætur ekki segjast. Hið rétta er að Klasi keypti á árinu 2006 tvær lóðir á Garðatorgi, annars vegar Garðatorg 1 og hins vegar lóðina þar sem áður var bensínstöð en nú er húsið Garðatorg 4. Uppkaupsverðið var 1,2 milljarður króna og með þeirri upphæð greiddi Klasi fyrir byggingarrétt á lóðum við Sveinatungu, Kirkjulund og Garðatorg. Við efnahagshrunið 2008 var ákveðið að fresta framkvæmdum og breyta deiliskipulagi miðbæjarins m.a. með því að minnka verulega byggingarmagn á Garðatorgi. Klasi, sem hafði með lóðakaupunum greitt fyrir alls 23.000 fm byggingarrétt á Garðatorgi, átti þá orðið inneign hjá bænum. Garðabær hefur ráðstafað til Klasa byggingarrétti upp í þann mismun, með úthlutun á fimm einbýlishúsalóðum sem er afar hagstæð ráðstöfun fyrir bæinn. Í upphaflegu skipulagi miðbæjar var gert ráð fyrir að þar yrði bílakjallari í eigu Garðabæjar og var haldið í þau áform enda er nægur fjöldi bílastæða forsenda þess að verslun og þjónusta þrífist. Að lokum má nefna að upphaflega var ætlunin að Garðabær byggði nýtt hús á Garðatorgi fyrir starfsemi Hönnunarsafns Íslands. Við endurskoðun skipulagsins var horfið frá því og í staðinn tók Garðabær á leigu hluta af húsinu Garðatorgi 1 fyrir Hönnunarsafnið. Þar er komin skýringin á leigugreiðslum Garðabæjar til Klasa sem María reynir einnig að gera tortryggilegar. Málflutningur bæjarfulltrúa M-listans veldur vonbrigðum. Það er auðvitað gott og nauðsynlegt að hafa aðhald en aðhaldið verður að vera málefnalegt og til þess fallið að byggja upp en ekki rífa niður. Mín sýn er til framtíðar, ég horfi björtum augum til næstu ára í nýjum og spennandi miðbæ Garðabæjar og ég skynja að það á við um flesta Garðbæinga sem ég hitti á förnum vegi og til mín leita.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar í Garðabæ. Draumurinn um nýjan miðbæ er að verða að veruleika með nýjum fyrirtækjum og fjölmörgum nýjum íbúum. Það eru því vonbrigði að bæjarfulltrúinn María Grétarsdóttir, oddviti M-listans, ákveði að gera enn eina tilraun til að gera uppbygginguna þar tortryggilega í grein í Fréttablaðinu í gær. María heldur því fram að Klasi hf., sem hefur séð um uppbygginguna í miðbænum, hafi fengið afhentar lóðir án þess að greiða fyrir þær eða byggingarrétt á þeim. Þessi dæmalausi málflutningur hefur margoft verið hrakinn, en María lætur ekki segjast. Hið rétta er að Klasi keypti á árinu 2006 tvær lóðir á Garðatorgi, annars vegar Garðatorg 1 og hins vegar lóðina þar sem áður var bensínstöð en nú er húsið Garðatorg 4. Uppkaupsverðið var 1,2 milljarður króna og með þeirri upphæð greiddi Klasi fyrir byggingarrétt á lóðum við Sveinatungu, Kirkjulund og Garðatorg. Við efnahagshrunið 2008 var ákveðið að fresta framkvæmdum og breyta deiliskipulagi miðbæjarins m.a. með því að minnka verulega byggingarmagn á Garðatorgi. Klasi, sem hafði með lóðakaupunum greitt fyrir alls 23.000 fm byggingarrétt á Garðatorgi, átti þá orðið inneign hjá bænum. Garðabær hefur ráðstafað til Klasa byggingarrétti upp í þann mismun, með úthlutun á fimm einbýlishúsalóðum sem er afar hagstæð ráðstöfun fyrir bæinn. Í upphaflegu skipulagi miðbæjar var gert ráð fyrir að þar yrði bílakjallari í eigu Garðabæjar og var haldið í þau áform enda er nægur fjöldi bílastæða forsenda þess að verslun og þjónusta þrífist. Að lokum má nefna að upphaflega var ætlunin að Garðabær byggði nýtt hús á Garðatorgi fyrir starfsemi Hönnunarsafns Íslands. Við endurskoðun skipulagsins var horfið frá því og í staðinn tók Garðabær á leigu hluta af húsinu Garðatorgi 1 fyrir Hönnunarsafnið. Þar er komin skýringin á leigugreiðslum Garðabæjar til Klasa sem María reynir einnig að gera tortryggilegar. Málflutningur bæjarfulltrúa M-listans veldur vonbrigðum. Það er auðvitað gott og nauðsynlegt að hafa aðhald en aðhaldið verður að vera málefnalegt og til þess fallið að byggja upp en ekki rífa niður. Mín sýn er til framtíðar, ég horfi björtum augum til næstu ára í nýjum og spennandi miðbæ Garðabæjar og ég skynja að það á við um flesta Garðbæinga sem ég hitti á förnum vegi og til mín leita.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar