Nýr miðbær í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Það eru spennandi tímar í Garðabæ. Draumurinn um nýjan miðbæ er að verða að veruleika með nýjum fyrirtækjum og fjölmörgum nýjum íbúum. Það eru því vonbrigði að bæjarfulltrúinn María Grétarsdóttir, oddviti M-listans, ákveði að gera enn eina tilraun til að gera uppbygginguna þar tortryggilega í grein í Fréttablaðinu í gær. María heldur því fram að Klasi hf., sem hefur séð um uppbygginguna í miðbænum, hafi fengið afhentar lóðir án þess að greiða fyrir þær eða byggingarrétt á þeim. Þessi dæmalausi málflutningur hefur margoft verið hrakinn, en María lætur ekki segjast. Hið rétta er að Klasi keypti á árinu 2006 tvær lóðir á Garðatorgi, annars vegar Garðatorg 1 og hins vegar lóðina þar sem áður var bensínstöð en nú er húsið Garðatorg 4. Uppkaupsverðið var 1,2 milljarður króna og með þeirri upphæð greiddi Klasi fyrir byggingarrétt á lóðum við Sveinatungu, Kirkjulund og Garðatorg. Við efnahagshrunið 2008 var ákveðið að fresta framkvæmdum og breyta deiliskipulagi miðbæjarins m.a. með því að minnka verulega byggingarmagn á Garðatorgi. Klasi, sem hafði með lóðakaupunum greitt fyrir alls 23.000 fm byggingarrétt á Garðatorgi, átti þá orðið inneign hjá bænum. Garðabær hefur ráðstafað til Klasa byggingarrétti upp í þann mismun, með úthlutun á fimm einbýlishúsalóðum sem er afar hagstæð ráðstöfun fyrir bæinn. Í upphaflegu skipulagi miðbæjar var gert ráð fyrir að þar yrði bílakjallari í eigu Garðabæjar og var haldið í þau áform enda er nægur fjöldi bílastæða forsenda þess að verslun og þjónusta þrífist. Að lokum má nefna að upphaflega var ætlunin að Garðabær byggði nýtt hús á Garðatorgi fyrir starfsemi Hönnunarsafns Íslands. Við endurskoðun skipulagsins var horfið frá því og í staðinn tók Garðabær á leigu hluta af húsinu Garðatorgi 1 fyrir Hönnunarsafnið. Þar er komin skýringin á leigugreiðslum Garðabæjar til Klasa sem María reynir einnig að gera tortryggilegar. Málflutningur bæjarfulltrúa M-listans veldur vonbrigðum. Það er auðvitað gott og nauðsynlegt að hafa aðhald en aðhaldið verður að vera málefnalegt og til þess fallið að byggja upp en ekki rífa niður. Mín sýn er til framtíðar, ég horfi björtum augum til næstu ára í nýjum og spennandi miðbæ Garðabæjar og ég skynja að það á við um flesta Garðbæinga sem ég hitti á förnum vegi og til mín leita.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar í Garðabæ. Draumurinn um nýjan miðbæ er að verða að veruleika með nýjum fyrirtækjum og fjölmörgum nýjum íbúum. Það eru því vonbrigði að bæjarfulltrúinn María Grétarsdóttir, oddviti M-listans, ákveði að gera enn eina tilraun til að gera uppbygginguna þar tortryggilega í grein í Fréttablaðinu í gær. María heldur því fram að Klasi hf., sem hefur séð um uppbygginguna í miðbænum, hafi fengið afhentar lóðir án þess að greiða fyrir þær eða byggingarrétt á þeim. Þessi dæmalausi málflutningur hefur margoft verið hrakinn, en María lætur ekki segjast. Hið rétta er að Klasi keypti á árinu 2006 tvær lóðir á Garðatorgi, annars vegar Garðatorg 1 og hins vegar lóðina þar sem áður var bensínstöð en nú er húsið Garðatorg 4. Uppkaupsverðið var 1,2 milljarður króna og með þeirri upphæð greiddi Klasi fyrir byggingarrétt á lóðum við Sveinatungu, Kirkjulund og Garðatorg. Við efnahagshrunið 2008 var ákveðið að fresta framkvæmdum og breyta deiliskipulagi miðbæjarins m.a. með því að minnka verulega byggingarmagn á Garðatorgi. Klasi, sem hafði með lóðakaupunum greitt fyrir alls 23.000 fm byggingarrétt á Garðatorgi, átti þá orðið inneign hjá bænum. Garðabær hefur ráðstafað til Klasa byggingarrétti upp í þann mismun, með úthlutun á fimm einbýlishúsalóðum sem er afar hagstæð ráðstöfun fyrir bæinn. Í upphaflegu skipulagi miðbæjar var gert ráð fyrir að þar yrði bílakjallari í eigu Garðabæjar og var haldið í þau áform enda er nægur fjöldi bílastæða forsenda þess að verslun og þjónusta þrífist. Að lokum má nefna að upphaflega var ætlunin að Garðabær byggði nýtt hús á Garðatorgi fyrir starfsemi Hönnunarsafns Íslands. Við endurskoðun skipulagsins var horfið frá því og í staðinn tók Garðabær á leigu hluta af húsinu Garðatorgi 1 fyrir Hönnunarsafnið. Þar er komin skýringin á leigugreiðslum Garðabæjar til Klasa sem María reynir einnig að gera tortryggilegar. Málflutningur bæjarfulltrúa M-listans veldur vonbrigðum. Það er auðvitað gott og nauðsynlegt að hafa aðhald en aðhaldið verður að vera málefnalegt og til þess fallið að byggja upp en ekki rífa niður. Mín sýn er til framtíðar, ég horfi björtum augum til næstu ára í nýjum og spennandi miðbæ Garðabæjar og ég skynja að það á við um flesta Garðbæinga sem ég hitti á förnum vegi og til mín leita.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar