Endurgreiðslur virka í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 10:16 BMW i3 selst best rafmagnsbíla í Þýskalandi. Þann 1. júlí gengu í gildi ný lög í Þýskalandi um allt að 4.000 Evra endurgreiðslu til handa þeim sem festa sér kaup á rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum. Síðan þá hafa 2.000 íbúar í Þýskalandi skráð sig fyrir kaupum á slíkum bílum og eru þriðjungur þeirra af BMW-gerð, þ.e. BMW i3. Nærri 600 manns ætla að kaupa þennan hreinræktaða rafmagnsbíl sem selst hefur mjög vel síðan hann kom fyrst á markað. Þá skráðu 444 manns sig fyrir umhverfisvænum Renault bílum og 154 fyrir bílum frá Volkswagen. Takmarkið með nýju lögunum um endurgreiðslur er að sem næst 10% bíla í Þýskalandi verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2020, en þeir 1,2 milljarðar Evra sem sett voru í þetta verkefni nú dugar fyrir endurgreiðslum á um 400.000 bílum. Af þeim 45 milljón bílum sem eru til í Þýskalandi nú eru aðeins 50.000 rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar, svo langt er í land í þessum efnum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Þann 1. júlí gengu í gildi ný lög í Þýskalandi um allt að 4.000 Evra endurgreiðslu til handa þeim sem festa sér kaup á rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum. Síðan þá hafa 2.000 íbúar í Þýskalandi skráð sig fyrir kaupum á slíkum bílum og eru þriðjungur þeirra af BMW-gerð, þ.e. BMW i3. Nærri 600 manns ætla að kaupa þennan hreinræktaða rafmagnsbíl sem selst hefur mjög vel síðan hann kom fyrst á markað. Þá skráðu 444 manns sig fyrir umhverfisvænum Renault bílum og 154 fyrir bílum frá Volkswagen. Takmarkið með nýju lögunum um endurgreiðslur er að sem næst 10% bíla í Þýskalandi verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2020, en þeir 1,2 milljarðar Evra sem sett voru í þetta verkefni nú dugar fyrir endurgreiðslum á um 400.000 bílum. Af þeim 45 milljón bílum sem eru til í Þýskalandi nú eru aðeins 50.000 rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar, svo langt er í land í þessum efnum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent