Fimmtán sinnum hærra verð á markaði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 13:30 Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Athygli hefur vakið uppboð veiðiheimilda í Færeyjum hefur sýnt fram á að útgerðarmenn vilja greiða mun hærra verð fyrir á kvóta en greitt er hér á landi fyrir veiðiréttinn. Talsmenn LÍÚ, íslenska útgerðarauðvaldsins, skrifa í Fréttablaðið í gær og draga í efa að verðið sé raunhæft. Staðhæft er að um sé að ræða jaðarverð en ekki markaðsverð þar sem aðeins lítill hluti veiðiheimilda var boðinn upp. Það þarf ekki að fara til Færeyja til þess að fá góðar upplýsingar um greiðslugetu útgerðarmanna fyrir veiðiheimildir. Aflamark gengur kaupum og sölum á Íslandi og Fiskistofa tekur saman upplýsingar um umfang viðskiptanna og verðið sem greitt er. Í töflunni að neðan eru upplýsingar um viðskiptin í þorskveiðiheimildum hvers árs (aflamarki) síðustu fjögur fiskveiðiár. Athuga ber að yfirstandandi fiskveiðiár er ekki liðið. Magn og meðalverð er miðað við slægðan fisk. En 1 kg af aflamarki (slægðum fiski) samsvarar 1,19 kg af óslægðun fiski.Ár Fjöldi viðskipta Tonn % af aflamarki Meðalverð Samtals millj. kr.2012/13 2.229 22.37614,2206,23 4.6162013/14 2.563 23.26413,0202,91 4.7212014/15 2.10526.27315,3233,076.1272015/16 1.481 22.38711,7217,27 4.854 Þetta eru áreiðanlegar upplýsingar um það verð sem greitt hefur verið fyrir kvóta. Þær eru byggðar á miklum fjölda viðskipta og magnið er frá 12 – 15% af þorskkvóta hvers árs. Verðið er nokkuð stöðugt á þessum fjórum árum, frá 203 kr. til 233 kr. fyrir hvert 1 kg af slægðum þorski. Engan veginn er hægt að halda fram að um sé að ræða óraunhæft jaðarverð. Þvert á móti er þetta markaðsverðið, ákvarðað af útvegsmönnum sjálfum með stuðningi viðskiptabankanna sem væntanlega fjármagna viðskiptin. Þetta er að vísu ekki uppboðsmarkaður heldur það sem kalla mætti tilboðsmarkaður. Þeir sem leigja frá sér kvóta láta vita af því að þeir hafa kvóta til leigu og fá tilboð. Uppboðsmarkaður hefur ýmislegt umfram þetta fyrirkomulag, sérstaklega frá sjónarhóli ríkisins og þeirra sem vilja fá kvóta til leigu. Ríkð fengi betri upplýsingar um viðskiptin og greitt verð og jafnræði myndi vera meira milli þeirra sem bjóða í kvótann. Líklegast er að verðið á uppboðsmarkaði yrði eitthvað lægra en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og reynsla Færeyinga bendir til þess. Auðlindaarðurinn virðist skiptast milli ríkisins og útgerðarmanna. Veruleikinn á Íslandi er annar. Þar fá kvótahafarnir nánast allan auðlindaarðinn og ríkið lítinn hluta hans. LÍÚ ver þennan veruleika og vill hafa hann áfram óbreyttann.Mikill gróði útgerðarmannaÞað er einfaldlega vegna þess að verðið aflamarki á markaði er miklu hærra en það gjald sem útgerðarmenn greiða til ríkisins fyrir afnotin af sjávarauðlindinni. Samanburður á markaðsverðinu og veiðigjaldinu sýnir að markaðsverðið er margfalt hærra. Á síðasta fiskveiðiári var markaðsverðið fimmtán sinnum hærra en veiðigjaldið. Mismunurinn rennur allur í vasa þeirra sem fá kvótanum úthlutað til sín sjálfvirkt samkvæmt núverandi úthlutunarkerfi.Samanburður á meðalverði og veiðigjaldiÁrmeðalverðveiðigjaldmeðalverð/veiðigjHlutfall2012/13206,3238,935,31431%2013/14202,9120,1010,10910%2014/15233,0715,8314,721372%2015/16217,2716,6013,091209% Mismunurinn á markaðsverðinu og veiðigjaldinu er 173 – 217 kr/kg af þorski. Mismunurinn endurspeglar mat útgerðarmanna sjálfra á því hvað hægt er að greiða fyrir veiðiréttinn. Markaðsverðið lýsir einnig mati viðskiptabankanna á því hvað hægt er að verðleggja veiðiréttinn á í viðskiptum með aflaheimildir til lengri tíma. Þar sem verðið er stöðugt til lengri tíma er reynslan sú að leiguverðið er raunhæft og hefur verið greitt. Uppboðsleiðin myndi færa ríkinu stórauknar tekjur af veiðiréttinum frá því sem nú er. Uppboðsleiðin er þekkt og ríkið beitir henni í ýmsum öðrum atvinnugreinum með þeim árangri að enginn færir í tal að hverfa frá henni. Nefna má mannvirkjagerð, svo sem vegagerð, byggingu sjúkrahúss og annarra bygginga. Einnig er ýmiss rekstur boðinn út , jafnvel lítill rekstur sem mötuneyti Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað er. Það er bara í sjávarútvegi þar sem þarf að vernda athafnamenn fyrir samkeppni. Það er á kostnað skattgreiðenda.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar