Handbolti

Fullt hús hjá lærisveinum Dags

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Julius Kuhn fagnar í dag.
Julius Kuhn fagnar í dag. vísir/afp
Þýska handboltalandsliðið landaði öðrum góðum sigri á Ólympíuleikunum í dag er það spilaði gegn Póllandi.

Þjóðverjar sterkari frá upphafi og leiddu með tveim mörkum í leikhléi, 16-14. Það forskot gáfu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum sanngjarnan sigur, 32-29.

Þjóðverjar eru því búnir að vinna báða leiki sína á mótinu en Pólverjar eru í vondum málum eftir að hafa tapað báðum sínum leikjum á leikunum.

Uwe Gensheimer og Fabian Weide voru markahæstir í liði Þýskalands með fimm mörk. Andreas Wolff var óvenju rólegur í marki Þjóðverja og varði aðeins sjö skot. Hann skoraði þó eitt mark.

Karol Bielecki átti stórleik hjá Pólverjum og skoraði tíu mörk. Það skilaði þó engu að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×