Vilja bjarga risavöxnum einhyrningi Páls Óskars fyrir dularfullt verkefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2016 11:17 Einhyrningnum glæsilega verður fargað á morgun en Margrét Erla Maack vill koma í veg fyrir það. Vísir/Hanna Rixavaxinn einhyrningur Páls Óskars, gleðigjafa með meiri, vakti gríðarlega athygli í Gleðigöngunni nú um helgina. Til stendur að farga honum á morgun enda þarf að nota vagninn sem hann er byggður utan um í önnur verkefni. Margrét Erla Maack og kollegar hennar eru þó með aðrar hugmyndir og vilja sjá hvort hægt sé að bjarga honum svo nota megi hann í dularfullt verkefni sem er í bígerð. „Við erum að fara af stað með verkefni sem ég get ekki alveg talað um núna en það snýr að barnamenningu og upplifun barna af list,“ segir Margrét Erla Maack í samtali við Vísi. „Það væri frábært að fá þennan vagn inn í þetta verkefni vegna þess að hann hentar alveg ofboðslega vel í það.“Páll Óskar vakti gríðarlega lukku á laugardaginn.Vísir/HannaEinhyrningurinn er festur á vagn og því gæti reynst þrautinni þyngri að taka hann í sundur með góðu móti, auk þess sem að hann er gríðarstór líkt og gestir Gleðigöngunnar urðu vitni að um helgina. Margrét segist hafa rætt við Pál Óskar hvort að það væri gerlegt að taka einhyrninginn af vagninum og svo í minni hluta enda sé vagninn ekki nauðsynlegur fyrir það sem Margrét og kollegar ætla sér að nota einhyrninginn í. Það sé nú í skoðun hjá Páli Óskar og smiðinum sem kom að smíði vagnsins.Sjá einnig: Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólkTakist það er hinsvegar nauðsynlegt að fá geymslupláss undir einhyrninginn enda eitt til tvö ár í að verkefnið sem nýta á einhyrninginn í komist á koppinn. „Þetta er brjáluð hugmynd og við erum að reyna að leysa þetta strax í dag. Okkur langar að bjarga þessu enda eru þetta menningarverðmæti,“ segir Margrét Erla en ljóst er að mikil vinna fór í að setja saman einhyrninginn sem var flókin smíði. Svo flókin að Páll Óskar neyddist til þess að senda út neyðarkall á laugardagsmorgninum svo klára mætti einhyrninginn í tæka tíð fyrir Gleðigönguna. Það tókst þó að lokum með góðri hjálp og vonast Margrét nú til þess að hægt sé að framlengja líf einhyrningsins en það verður þó ekki nema takist að finna geymslurými. „Ef einhver á flugskýli, endilega hafa samband!,“ sagði Margrét Erla að lokum í gamansömum tón. Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07 Neyðarkall frá Páli Óskari: „Hjálp, annars fer þessi trukkur ekki í gönguna“ 6. ágúst 2016 10:24 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Rixavaxinn einhyrningur Páls Óskars, gleðigjafa með meiri, vakti gríðarlega athygli í Gleðigöngunni nú um helgina. Til stendur að farga honum á morgun enda þarf að nota vagninn sem hann er byggður utan um í önnur verkefni. Margrét Erla Maack og kollegar hennar eru þó með aðrar hugmyndir og vilja sjá hvort hægt sé að bjarga honum svo nota megi hann í dularfullt verkefni sem er í bígerð. „Við erum að fara af stað með verkefni sem ég get ekki alveg talað um núna en það snýr að barnamenningu og upplifun barna af list,“ segir Margrét Erla Maack í samtali við Vísi. „Það væri frábært að fá þennan vagn inn í þetta verkefni vegna þess að hann hentar alveg ofboðslega vel í það.“Páll Óskar vakti gríðarlega lukku á laugardaginn.Vísir/HannaEinhyrningurinn er festur á vagn og því gæti reynst þrautinni þyngri að taka hann í sundur með góðu móti, auk þess sem að hann er gríðarstór líkt og gestir Gleðigöngunnar urðu vitni að um helgina. Margrét segist hafa rætt við Pál Óskar hvort að það væri gerlegt að taka einhyrninginn af vagninum og svo í minni hluta enda sé vagninn ekki nauðsynlegur fyrir það sem Margrét og kollegar ætla sér að nota einhyrninginn í. Það sé nú í skoðun hjá Páli Óskar og smiðinum sem kom að smíði vagnsins.Sjá einnig: Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólkTakist það er hinsvegar nauðsynlegt að fá geymslupláss undir einhyrninginn enda eitt til tvö ár í að verkefnið sem nýta á einhyrninginn í komist á koppinn. „Þetta er brjáluð hugmynd og við erum að reyna að leysa þetta strax í dag. Okkur langar að bjarga þessu enda eru þetta menningarverðmæti,“ segir Margrét Erla en ljóst er að mikil vinna fór í að setja saman einhyrninginn sem var flókin smíði. Svo flókin að Páll Óskar neyddist til þess að senda út neyðarkall á laugardagsmorgninum svo klára mætti einhyrninginn í tæka tíð fyrir Gleðigönguna. Það tókst þó að lokum með góðri hjálp og vonast Margrét nú til þess að hægt sé að framlengja líf einhyrningsins en það verður þó ekki nema takist að finna geymslurými. „Ef einhver á flugskýli, endilega hafa samband!,“ sagði Margrét Erla að lokum í gamansömum tón.
Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07 Neyðarkall frá Páli Óskari: „Hjálp, annars fer þessi trukkur ekki í gönguna“ 6. ágúst 2016 10:24 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42
Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“