Handbolti

Öruggt hjá Guðmundi og lærisveinum gegn Túnis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni líflegur.
Guðmundur á hliðarlínunni líflegur. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu í handbolta byrja á tveimur sigrum á Ólympíleikunum í Ríó eftir 31-23 sigur á Túnis í dag.

Danmörk skoraði tvö fyrstu mörkin, en staðan var 6-4 fyrir Danmörku á tíundu mínútu. Það tók Danina tíma að hrista Túnisbúana af sér.

Hægt og rólega fóru þeir að herða tökin og voru komnir í gott forskot þegar flautað var til hálfleiks, en þá leiddu þeir með sex mörkum, 16-10.

Eftirleikurinn varð nokkuð auðveldur fyrir stjörnuprýtt lið Dana, en þeir unnu að lokum átta marka stórsigur, 31-23.

Þeir eru því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina eftir sigur á Argentínu í fyrsta leiknum.

Danirnir spila næst á fimmtudag, en þá mæta þeir stórliði Króatía. Túnis spilar þá við Katar.

Casper Mortensen skoraði átta mörk fyrir Danina sem og Lasse Svan. Aymen Hammed skoraði fjögur mörk fyrir Túnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×