Handbolti

Brasilía náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Pólverjum

Bombac skoraði fimm mörk í kvöld fyrir Slóveníu. Hér reynir hann skot að marki í leiknum.
Bombac skoraði fimm mörk í kvöld fyrir Slóveníu. Hér reynir hann skot að marki í leiknum. vísir/getty
Slóvenía vann þriggja marka sigur, 31-28, á heimamönnum í Brasilíu í handbolta á Ólympíuleikunum í Ríó, en Slóvenar eru með fullt hús stiga.

Bæði lið unnu í fyrstu umferðinni og því var mikið um að spila í kvöld, en Brasilíumenn hafa verið á uppleið í handboltanum undanfarin ár og unnu meðal annars Pólland í fyrstu umferðinni.

Slóvenar náðu snemma forystunni í fyrri hálfleik, en þá náðu þeir mest sjö marka forskoti. Staðan í hálfleik var 16-13, Slóvenum í vil.

Heimamenn náðu mest að minnka muninn í tvö mörk, en nær komust þeir ekki og þriggja marka sigur Slóvena staðreynd sem eru með fjögur stig eftir leikina tvo.

Blaz Janc var markahæstur hjá Slóvenum með sex mörk, en Dean Bombac skoraði fimm. Fabio Chiuffa skoraði átta mörk fyrir Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×