Rukkum eins og Bláa lónið Guðmundur Edgarsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Þrátt fyrir að líta megi á Bláa lónið sem vel heppnað viðskiptaævintýri virðist sem allmörgum blöskri hinn hái aðgangseyrir sem fyrirtækið rukkar gesti sína um. Þó er ekki um slíka upphæð að ræða að skilji á milli ríkra og venjulegs launafólks. Reynslan sýnir enda að lónið þjónar fjöldanum en ekki einungis þröngum hópi sterkefnaðra einstaklinga. Hinn hái aðgangseyrir á líka sínar jákvæðu hliðar eins og hér verður nú rakið.Skilvirkni verðstýringar Tilfellið er að hár aðgangseyrir í samræmi við vinsældir leiðir ekki einungis til meiri ábata fyrir seljendur heldur einnig til aukins hagræðis fyrir neytendur. Í tilfelli Bláa lónsins væri ferðamaðurinn nefnilega verr settur með miðaverðið vel undir markaðsvirði. Eftirspurn yrði þá langt umfram framboð svo keppast þyrfti um miðana við fráhrindandi aðstæður eða standa frammi fyrir illásættanlegri bið. Hærri aðgangseyrir slakar hins vegar á eftirspurninni þannig að neytandinn getur gert ráðstafanir til að tryggja sér miða til dæmis með því að hækka kaup sitt með meiri vinnu. Fyrirhyggja ferðamannsins ræður því för um hvort hann komist í lónið, ekki heppni eða krókaleiðir.Bláa lónið og arðgreiðslur Þar sem Bláa lónið er í einkaeigu getur það hagað verðlagningu að vild. Samtímis er hið opinbera í eilífum vandræðum með fjármögnun til varnar auknum átroðningi við ýmsar náttúruperlur í sinni eigu sökum fornrar löggjafar gegn eðlilegri gjaldtöku. Á meðan malar Bláa lónið gull sem nýtist til eflingar á aðstöðu og þjónustu auk ýmissa heilsutengdra þróunarverkefna. Samfara eykst virði fyrirtækisins, hluthöfum og ferðaþjónustunni allri til hagsbóta. Ráðamenn ættu því að líta til Bláa lónsins sem fyrirmyndar um það sem koma skyldi til uppbyggingar og verðmætaaukningar innan ferðaþjónustunnar. Arð af hagnaði mætti svo greiða út árlega beint í vasa landsmanna rétt eins og Bláa lónið greiðir hluthöfum sínum arð af ágóða fyrirtækisins ár eftir ár.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að líta megi á Bláa lónið sem vel heppnað viðskiptaævintýri virðist sem allmörgum blöskri hinn hái aðgangseyrir sem fyrirtækið rukkar gesti sína um. Þó er ekki um slíka upphæð að ræða að skilji á milli ríkra og venjulegs launafólks. Reynslan sýnir enda að lónið þjónar fjöldanum en ekki einungis þröngum hópi sterkefnaðra einstaklinga. Hinn hái aðgangseyrir á líka sínar jákvæðu hliðar eins og hér verður nú rakið.Skilvirkni verðstýringar Tilfellið er að hár aðgangseyrir í samræmi við vinsældir leiðir ekki einungis til meiri ábata fyrir seljendur heldur einnig til aukins hagræðis fyrir neytendur. Í tilfelli Bláa lónsins væri ferðamaðurinn nefnilega verr settur með miðaverðið vel undir markaðsvirði. Eftirspurn yrði þá langt umfram framboð svo keppast þyrfti um miðana við fráhrindandi aðstæður eða standa frammi fyrir illásættanlegri bið. Hærri aðgangseyrir slakar hins vegar á eftirspurninni þannig að neytandinn getur gert ráðstafanir til að tryggja sér miða til dæmis með því að hækka kaup sitt með meiri vinnu. Fyrirhyggja ferðamannsins ræður því för um hvort hann komist í lónið, ekki heppni eða krókaleiðir.Bláa lónið og arðgreiðslur Þar sem Bláa lónið er í einkaeigu getur það hagað verðlagningu að vild. Samtímis er hið opinbera í eilífum vandræðum með fjármögnun til varnar auknum átroðningi við ýmsar náttúruperlur í sinni eigu sökum fornrar löggjafar gegn eðlilegri gjaldtöku. Á meðan malar Bláa lónið gull sem nýtist til eflingar á aðstöðu og þjónustu auk ýmissa heilsutengdra þróunarverkefna. Samfara eykst virði fyrirtækisins, hluthöfum og ferðaþjónustunni allri til hagsbóta. Ráðamenn ættu því að líta til Bláa lónsins sem fyrirmyndar um það sem koma skyldi til uppbyggingar og verðmætaaukningar innan ferðaþjónustunnar. Arð af hagnaði mætti svo greiða út árlega beint í vasa landsmanna rétt eins og Bláa lónið greiðir hluthöfum sínum arð af ágóða fyrirtækisins ár eftir ár.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar