ESB sektar vörubílaframleiðendur um 398 milljarða vegna samráðs Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 13:33 Samráðið evrópskra vörubílaframleiðenda er talið hafa staðið yfir í meira en 14 ár. Í janúar 2011 hóf Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins rannsókn á meintu ólöglegu verðsamráði fimm stærstu vörubílaframleiðenda Evrópu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Daimler, DAF, Iveco, MAN og Volvo/Renault. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að fyrirtækin hafi auk verðsamráðs verið samtaka um að fara svig við reglur um eldsneytissparnað og mengun. Samráðið er talið hafa staðið yfir í meira en 14 ár. Í dag tilkynnti Margarethe Vestager samkeppnismálastjóri ESB um 2,94 milljarða evru sekt á fyrirtækin vegna þessara alvarlegu brota, eða sem nemur 398 milljörðum króna. ,,Það er óásættanlegt að MAN, Volvo/Renault, Daimler, Iveco og DAF, sem samanlagt framleiða 9 af hverjum 10 miðlungs- og stærri vörubílum í Evrópu, hafi myndað með sér ólögmætan samráðshring til að komast undan samkeppni á markaði,” sagði Margarethe Vestager í yfirlýsingu. Þetta er lang hæsta samkeppnissekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki innan ESB en gamla metið var 1,4 milljarðar evra vegna ólögmæts samráðs framleiðenda sjónvarps- og tölvuskjáa frá 2012. Þýska fyrirtækið MAN sem er hluti af Volkswagen samsteypunni var þátttakandi í þessum samráðshring en komst undan sektum þar sem fyrirtækið tikynnti upphaflega um samráðið til yfirvalda og aðstoðaði við rannsóknina. Hæsta sektin leggst á Daimler eða 1,01 milljarður evra, DAF á að borga um 753 milljónir evra, Volvo/Renault er sektað um 670 milljónir evra og Iveco á að greiða um 495 milljónir evra. Þessi frétt er fengin af vef Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda, fib.is. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent
Í janúar 2011 hóf Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins rannsókn á meintu ólöglegu verðsamráði fimm stærstu vörubílaframleiðenda Evrópu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Daimler, DAF, Iveco, MAN og Volvo/Renault. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að fyrirtækin hafi auk verðsamráðs verið samtaka um að fara svig við reglur um eldsneytissparnað og mengun. Samráðið er talið hafa staðið yfir í meira en 14 ár. Í dag tilkynnti Margarethe Vestager samkeppnismálastjóri ESB um 2,94 milljarða evru sekt á fyrirtækin vegna þessara alvarlegu brota, eða sem nemur 398 milljörðum króna. ,,Það er óásættanlegt að MAN, Volvo/Renault, Daimler, Iveco og DAF, sem samanlagt framleiða 9 af hverjum 10 miðlungs- og stærri vörubílum í Evrópu, hafi myndað með sér ólögmætan samráðshring til að komast undan samkeppni á markaði,” sagði Margarethe Vestager í yfirlýsingu. Þetta er lang hæsta samkeppnissekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki innan ESB en gamla metið var 1,4 milljarðar evra vegna ólögmæts samráðs framleiðenda sjónvarps- og tölvuskjáa frá 2012. Þýska fyrirtækið MAN sem er hluti af Volkswagen samsteypunni var þátttakandi í þessum samráðshring en komst undan sektum þar sem fyrirtækið tikynnti upphaflega um samráðið til yfirvalda og aðstoðaði við rannsóknina. Hæsta sektin leggst á Daimler eða 1,01 milljarður evra, DAF á að borga um 753 milljónir evra, Volvo/Renault er sektað um 670 milljónir evra og Iveco á að greiða um 495 milljónir evra. Þessi frétt er fengin af vef Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda, fib.is.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent