Kína bannar prófanir á sjálfakandi bílum Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 13:53 Þétt bílaumferð í Kína. Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent
Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent