Límonaði í umferðinni Ívar Halldórsson skrifar 25. júlí 2016 15:03 Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég staðnæmist við gatnamót á rauðu ljósi á bifreið minni, eða keyri samhliða öðru ökutæki í umferðinni, verður mér oft litið inn í þá bíla sem eru tímabundið samferða mér. Oft sé ég bílstjóra, algjörlega í sínum eigin heimi, syngja af lífi og sál með einhverju stuðlagi í útvarpinu. Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á mig. Að sjá ökumenn taka hressilega undir með Queen í „Bohemian Rhapsody“ eða elta af sálarkrafti söngslaufur Justin Timberlake í „Can't Stop the Feeling“ með tilheyrandi innlifunarhreyfingum, minnir mig á það hversu mikilla forréttinda við njótum hér á eyjunni okkar í miðju Atlantshafinu. Ég fyllist þakklæti fyrir það að vera Íslendingur, og átta mig um leið á hversu gott við öll höfum það hér í okkar frjálsa lýðræðisríki. Við erum hamingjusöm þjóð. Auðvitað má alltaf finna ýmislegt sem betur má fara, en bjartsýni sú sem býr í þjóðarsál okkar rekur flesta svarta bölsýnisskugga á flótta. Við höfum ríka ástæðu til að syngja, því að hér á landi njótum við frelsis sem því miður er ekki lengur sjálfsagður hlutur. Þegar litið er í heimsins mörgu horn sjáum við margt slæmt. Fjölmargar þjóðir bugast fjötraðar undan byrði ótta og fátæktar, mannréttindi er víða í molum og frelsi er víða af skornum skammti. Á sumum stöðum í heiminum má ekki einu sinni spila tónlist opinberlega, hvað þá syngja með. Ísland fagnar fjölbreyttri tónlist og tekur henni svo sannarlega opnum örmum; þessum magnaða gleðigjafa sem ekki er hægt að ímynda sér lífið án. Mér líður vel þegar ég sé svona lifandi og lífsglatt fólk í kringum mig. Það kemur stundum fyrir að maður pirrar sig á hálftómu gæfuglasinu. Á slíkum stundum er ómetanlegt að sjá svona „Ford Idol“ bifreið aka hjá með keppanda í bílstjórasætinu sem er staðráðinn í að heilla ósýnilega dómnefndina, alveg hreint upp úr öskubakkanum. Allt í einu sýnist manni glasið ekki lengur vera hálf tómt, og maður fer jafnvel að sjá vatnið í glasinu breytast í girnilegt límonaði. Maður man allt í einu eftir bjartsýnis-klökunum, sem maður setur þá út í gæfuglasið og allt í einu tekur yfirborðið að hækka. Glasið er skyndilega orðið meira en hálf fullt. Þegar fólk gleymir sér á þennan hátt og gefur sig tónlistinni á vald í umferðinni, eru áhrifin smitandi. Fólk hefur þó tilhneigingu til að skammast sín fyrir tónlistartilþrifin þegar upp um það kemst – þ.e. þegar einhver eins og ég verð vitni að óauglýstum tónlistarviðburðinum í litlu fimm-sæta, fjögurra-hjóla hljómleikahöllinni. Augu okkar mætast og hinn bílstjórinn þykist hafa verið að geispa eða fer að athuga hvort hann hafi gleymt hafrakökunni í hanskahólfinu eða Shiseido maskaranum á bak við sólskyggnið. Enginn ætti þó að skammast sín fyrir að vera í góðu skapi í umferðinni. Umferðin gengur líka betur þegar fólk unir sér vel. Við þurfum einmitt færri fýlupoka og fleiri gleðigjafa á göturnar. Það er ekki asnalegt að syngja með góðri tónlist í bílnum. Það er heldur ekki asnalegt að nota hárburstann sem míkrafón eða stýrið sem sneriltrommu á rauðu ljósi. Svo er gott að muna að það dettur enginn úr þessari umferð fyrir að syngja falskt. Ég dáist að því fólki sem lætur eins og ég og aðrir ökumenn séum ekki til þegar það syngur í bílunum sínum, og er tilbúið að missa sig algjörlega óháð sönghæfileikum, í t.d. „Uptown Funk“ með Bruno Mars, og þá jafnvel með bílrúðuna skrúfaða niður. Þessir ánægðu ökumenn dreifa ánægju yfir á hinar akreinarnar, og við sem verðum vitni að þessum vítamínssprautum, smitumst af hressilegum tilþrifunum, og innst inni þökkum við kærlega fyrir okkur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun