Hvað skal hafa í huga fyrir verslunarmannahelgina? Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2016 10:30 Það er gaman að skemmta sér í útilegu eða bústað um verslunarmannahelgina Mynd/Getty Vísir tók saman nokkur ráð sem hafa skal í huga áður en tekist er á við verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að þetta sé stærsta ferða helgi sumarsins þá er óþarfi að eyða of miklum pening og tíma í óþarfa biðraðir og tiltekt í þynnkunni. Prentaðu þennan lista út og hafðu hann í rassvasanum næstu fimm daga. Ríkið á fimmtudaginn Ekki falla í þá gryfju að hendast í ÁTVR á föstudeginum þegar bókstaflega allir aðrir eru að fara í Ríkið. Það geta allir verið sammála um að það er fátt sem jafnast á við að taka því rólega í vínbúð. Að kaupa sér guðdómlegan bjór og ýmsar aðrar ódáinsveigar með er það sem gerir verslunarmannahelgina að því sem hún er.Hagnýt matarinnkaup Hugsaðu þig vel um áður en þú ferð í matvöruverslunina. Hvað muntu í raun og veru borða um helgina? Hafðu þetta einfalt og ódýrt. Nýttu það sem er til í ísskápnum heima, eins og til dæmis jógúrt, tómatsósu á pulsuna og fleira. Annars er alltaf klassískt að kaupa nóg af brauði eða flatkökum með túnfisk- eða rækjusalati. Venjulegur Íslendingur þarf í raun ekkert meira í útilegunni.Heimabakað hnossgæti í nesti Ef að þú ætlar að reyna spara enn meiri pening og kannski borða góðan mat þá er upplagt að henda í nokkrar uppskriftir. Skinkuhorn er vinsælt nesti í útilegurnar og einstaklega bragðgott. Múffur geta einnig verið sniðugar til þess að hafa með í eftirrétt.Tjaldstóllinn fram yfir tjaldið Það gefur augaleið að tjaldstóllinn skiptir mun meira máli í útilegunni en tjaldið. Þú eyðir langmestum tíma í tjaldstólnum á meðan tjaldið er kannski notað í 4 tíma á sólarhring. Það væri þess vegna hægt að sleppa tjaldinu, kaupa sér almennilegan tjaldstól og gista bókstaflega einhvers staðar á nóttunni, enda skiptir það í raun engu máli hvar maður sefur.Úthugsað áfengisbland Ef haldið er í þriggja nátta ferðalag yfir helgina þá er sniðugt að vera með nóg úrval af áfengisblandi. Það er auðvelt að fá leið á því að drekka Fanta Exotic í svo marga daga í röð. Hafðu úrvalið létt og skemmtilegt með því að velja sæta gosdrykki í bland við ávaxtasafa og jafnvel sódavatn.Rétt kjöt á einnota grillið Ekki ofmeta styrk einnota grillsins. Þú ert ekki að fara að grilla 200 gramma nautalund á slíku grilli. Það ræður ekki við mikið meira en nokkrar pulsur eða 90–120 gramma hamborgara. Eitt gott ráð er að kaupa nokkur einnota grill þar sem sum grillin virka einfaldlega ekki.Dósapokinn hjálpar í þynnkunni Áður en fyrsti bjórinn er opnaður á tjaldstæðinu eða í bústaðnum getur verið sniðugt að koma nokkrum dósapokum fyrir á svæðinu. Þá gæti fólk, í stað þess að henda dósum og flöskum á jörðina, hent þeim beint í pokana og það sparar tiltektina í þynnkunni. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Vísir tók saman nokkur ráð sem hafa skal í huga áður en tekist er á við verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að þetta sé stærsta ferða helgi sumarsins þá er óþarfi að eyða of miklum pening og tíma í óþarfa biðraðir og tiltekt í þynnkunni. Prentaðu þennan lista út og hafðu hann í rassvasanum næstu fimm daga. Ríkið á fimmtudaginn Ekki falla í þá gryfju að hendast í ÁTVR á föstudeginum þegar bókstaflega allir aðrir eru að fara í Ríkið. Það geta allir verið sammála um að það er fátt sem jafnast á við að taka því rólega í vínbúð. Að kaupa sér guðdómlegan bjór og ýmsar aðrar ódáinsveigar með er það sem gerir verslunarmannahelgina að því sem hún er.Hagnýt matarinnkaup Hugsaðu þig vel um áður en þú ferð í matvöruverslunina. Hvað muntu í raun og veru borða um helgina? Hafðu þetta einfalt og ódýrt. Nýttu það sem er til í ísskápnum heima, eins og til dæmis jógúrt, tómatsósu á pulsuna og fleira. Annars er alltaf klassískt að kaupa nóg af brauði eða flatkökum með túnfisk- eða rækjusalati. Venjulegur Íslendingur þarf í raun ekkert meira í útilegunni.Heimabakað hnossgæti í nesti Ef að þú ætlar að reyna spara enn meiri pening og kannski borða góðan mat þá er upplagt að henda í nokkrar uppskriftir. Skinkuhorn er vinsælt nesti í útilegurnar og einstaklega bragðgott. Múffur geta einnig verið sniðugar til þess að hafa með í eftirrétt.Tjaldstóllinn fram yfir tjaldið Það gefur augaleið að tjaldstóllinn skiptir mun meira máli í útilegunni en tjaldið. Þú eyðir langmestum tíma í tjaldstólnum á meðan tjaldið er kannski notað í 4 tíma á sólarhring. Það væri þess vegna hægt að sleppa tjaldinu, kaupa sér almennilegan tjaldstól og gista bókstaflega einhvers staðar á nóttunni, enda skiptir það í raun engu máli hvar maður sefur.Úthugsað áfengisbland Ef haldið er í þriggja nátta ferðalag yfir helgina þá er sniðugt að vera með nóg úrval af áfengisblandi. Það er auðvelt að fá leið á því að drekka Fanta Exotic í svo marga daga í röð. Hafðu úrvalið létt og skemmtilegt með því að velja sæta gosdrykki í bland við ávaxtasafa og jafnvel sódavatn.Rétt kjöt á einnota grillið Ekki ofmeta styrk einnota grillsins. Þú ert ekki að fara að grilla 200 gramma nautalund á slíku grilli. Það ræður ekki við mikið meira en nokkrar pulsur eða 90–120 gramma hamborgara. Eitt gott ráð er að kaupa nokkur einnota grill þar sem sum grillin virka einfaldlega ekki.Dósapokinn hjálpar í þynnkunni Áður en fyrsti bjórinn er opnaður á tjaldstæðinu eða í bústaðnum getur verið sniðugt að koma nokkrum dósapokum fyrir á svæðinu. Þá gæti fólk, í stað þess að henda dósum og flöskum á jörðina, hent þeim beint í pokana og það sparar tiltektina í þynnkunni.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira