Í gær gekk Wilson niður Laugaveginn og það með fótbolta á undan sér. Wilson sýndi víst fína takti í því að rekja boltann áfram en fyrirsætan Andrea Röfn birti nokkrar myndir af Wilson með fótboltann á Twitter. Úrslitaleikur EM fór fram í gærkvöldi og gæti það spilað inn í af hverju Wilson var með fótbolta með sér.
Wilson er 48 ára gamall leikari úr mikilli leikarafjölskyldu en bræður hans Andrew og Luke eru einnig leikarar. Wilson skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin þegar hann lék í vinsælum myndum á borð við Zoolander og The Royal Tenenbaums.
Hér að neðan má sjá myndirnar sem Andrea birti.
Hér höfum við Owen Wilson að rekja bolta niður Laugaveginn pic.twitter.com/GcbbLk5aOC
— Andrea Röfn (@andrearofn) July 10, 2016