Erlent

Reyna að finna orsök slyssins

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunaraðilar nota þungavinnutæki til að leita í brakinu.
Björgunaraðilar nota þungavinnutæki til að leita í brakinu. Vísir/EPA
Björgunaraðilar eru enn að störfum í rústum tveggja farþegalesta sem skullu saman á miklum hraða á Ítalíu í gær. Minnst 27 farþegar létu lífið og fjölmargir eru slasaðir. Talið er að lestirnar hafi verið á 100 til 110 kílómetra hraða þegar slysið varð.

Yfirvöld hafa nú sett af stað rannsókn á því hvernig svo gat farið, en mannleg mistök eru talin líklegasta skýringin.

Rannsóknin beinist sérstaklega að úreldu tilkynningakerfi um hvaða lestir séu á hvaða teinunum og á hvaða leið. Kerfið felur í sér að umsjónarmenn teinanna þurfa að hringja í aðra umsjónarmenn og tilkynna þeim að lestir séu á teinunum. Ekkert sjálfvirkt tilkynningakerfi er til staðar.

Þá var ekki til staðar sjálfvirkt aðvörunarkerfi og sjálfvirkar bremsur á lestunum.

Erfitt er að segja til um hve margir voru um borð í lestunum þar sem ekki er haldið utan um upplýsingar um fjölda farþega á umræddum leiðum.

Enn eru fimmtán manns á sjúkrahúsi og einhverjir þeirra eru sagðir vera í alvarlegu ástandi. Vitni segja að farþegarnir hafi ekki fengið nokkra viðvörun um slysið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×