Þar hefur Birkir dvalið í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum sínum en þegar fréttist af veru hans í bænum urðu ungir aðdáendur landsliðsins mjög spenntir fyrir að fá að hitta Birki Má. Hefur verið stöðug umferð barna að húsi tengdaforeldra hans í bænum og mátt sjá hópa af börnum fyrir utan húsið í von um að fá hitta Birki til að spjalla við hann, fá eiginhandaráritun og auðvitað hvort hann vilji ekki fara í fótbolta með þeim.
Hefur Birkir að sögn kunnugra tekið þessum mikla áhuga ungra knattspyrnuiðkenda í Bolungarvík fagnandi og gefið sér góðan tíma í að spjalla og í myndatökur.

Sjá einnig: Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík
Birkir er oft kallaður Vindurinn, enda gríðarlega sprettharður og líklega fljótasti leikmaður íslenska landsliðsins.
Eins og fram kom á blaðamannafundi út í Annecy í byrjun mánaðarins minnast kunnugir þess þegar Birkir Már, sem er þekktur fyrir sinn mikla hraða, sigraði hlaupabretti í íþróttahúsinu þar í bæ.