Ekki þörf á nýjum stórvirkjunum vegna sæstrengs Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 17:08 Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson
Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00
Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51